Fyrri æfingin
Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á æfingunni, 0,757 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Fernando Alonso sýndi mátt sinn í bleytunni og varð þriðji á McLaren bílnum. Æfingunni seinkaði um hálftíma vegna mikilla rigninga.
Pierre Gasly sem tekur sæti Daniil Kvyat um helgina hjá Toro Rosso hafði betur á æfingunni gegn þróunarökumanni Toro Rosso, Sean Gelael. Charles Leclerc hafði betur gegn Pascal Wehrlein, ökumanni Sauber en Leclerc tók sæti Marcus Ericsson hjá Sauber á æfingunni.

Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á æfingunni, á eftir liðsfélaga sínum. Laus rist á niðurfalli batt skyndilegan og dramatískan endir á æfinguna. Romain Grosjean keyrði yfir ristina og hvellsprengdi dekk á Haas bílnum og hafnaði á varnarvegg.
Æfingin fór fram á þurri braut og því var mikið að gera. Gasly hafði aftur heiðurinn af því að vera fljótari Toro Rosso ökumaðurinn, í þetta sinn hafði hann betur gegn Carlos Sainz.
Mercedes menn eru ráðalausir eftir slakt gengi á æfingunni. Lewis Hamilton hafnaði í sjötta sæti en fór út í malagryfju á brautinni eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum. Valtteri Bottas gekk lítið betur, var sjöundi og fékk einnig sinn skammt af torfærum.
Ljóst er að tímatakan verður afar spennandi en hún fer fram í fyrramálið og hefst bein útsending frá henni klukkan 8:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni er svo á sunnudag og hefst klukkan 6:30 á Stöð 2 Sport 2.
Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.