Körfubolti

Lettland kláraði Svartfjallaland snemma leiks | Serbar komnir áfram

Lettar fagna sigrinum í dag.
Lettar fagna sigrinum í dag. Vísir/Getty
Lettland gat leyft sér að hvíla bestu leikmenn liðsins í öruggum sigri á Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins í 16-liða úrslitum Eurobasket í Istanbúl í morgun.

Forskotið var komið upp í 30 stig fyrir lokaleikhlutann og fékk skærasta stjarna liðsins, Kristaps Porzingis, hvíld í lokaleikhlutanum en hann var með 19 stig og sex fráköst fram að því.

Jānis Timma var stigahæstur í liði Lettlands með 21 stig en hjá Svartfellingum var Bojan Dubljević stigahæstur, einnig með 21 stig en þeir mæta Slóvenum í 8-liða úrslitum.

Serbar unnu svo átta stiga sigur, 86-78 á Ungverjalandi í leik sem lauk rétt í þessu í Tyrklandi en þeir mæta Ítölum í 8-liða úrslitum á miðvikudaginn.

Ungverjar komust í eina skiptið yfir í leiknum í byrjun í stöðunni 3-2 en annars voru Serbar alltaf með gott forskot og var það í raun ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem Ungverjar gerðu einhverja atlögu að forskotinu.

Bogdan Bogdanović var stigahæstur í liði Serbíu með 17 stig en í liði Ungverja var það Zoltan Perl sem var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka sjö fráköst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×