Tíu laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2017 11:24 Núna á síðustu metrunum af laxveiðitímabilinu eru tíu ár komnar yfir 1000 laxa og alla vega tvær sem eru á þröskuldinum við markið. Laxá á Ásum var að detta yfir 1000 laxa og er þá komin í hóp með Ytri Rangá, Miðfjarðará, Þverá/Kjarrá, Norðurá, Blöndu, Langá, Haffjarðará og Grímsá/Tungná. Þar rétt fyrir aftan eru Selá í Vopnafirði sem á nokkra tugi í að ná 1000 löxum og Norðlingafljót sem var með 893 laxa í bók á miðvikudaginn í síðustu viku og síðan hefur veiðin verið ágæt. Það er nokkuð líklegt að hún fari yfir 1000 laxa næstu daga. Árnar sem eru þar næstar á lista gætu komist nærri en þar má til dæmis nefna Elliðaárnar en þar voru komnir 855 laxar á land í síðustu viku en það eru of fáir dagar eftir til að skjóta að því að hún nái 1000 löxum. Veiðin í Elliðaánum hefur engu að síður verið góð í sumar miðað við árið í fyrra sem gaf 675 laxa. Þær laxveiðiár sem fóru yfir 1000 laxa í fyrra en ná því ekki í ár að öllu óbreyttu eru Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Laxá í Dölum og Haukadalsá. Mest lesið Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði
Núna á síðustu metrunum af laxveiðitímabilinu eru tíu ár komnar yfir 1000 laxa og alla vega tvær sem eru á þröskuldinum við markið. Laxá á Ásum var að detta yfir 1000 laxa og er þá komin í hóp með Ytri Rangá, Miðfjarðará, Þverá/Kjarrá, Norðurá, Blöndu, Langá, Haffjarðará og Grímsá/Tungná. Þar rétt fyrir aftan eru Selá í Vopnafirði sem á nokkra tugi í að ná 1000 löxum og Norðlingafljót sem var með 893 laxa í bók á miðvikudaginn í síðustu viku og síðan hefur veiðin verið ágæt. Það er nokkuð líklegt að hún fari yfir 1000 laxa næstu daga. Árnar sem eru þar næstar á lista gætu komist nærri en þar má til dæmis nefna Elliðaárnar en þar voru komnir 855 laxar á land í síðustu viku en það eru of fáir dagar eftir til að skjóta að því að hún nái 1000 löxum. Veiðin í Elliðaánum hefur engu að síður verið góð í sumar miðað við árið í fyrra sem gaf 675 laxa. Þær laxveiðiár sem fóru yfir 1000 laxa í fyrra en ná því ekki í ár að öllu óbreyttu eru Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Laxá í Dölum og Haukadalsá.
Mest lesið Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði