Hulda, Siggi og synirnir þrír eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind Hvar er best að búa? Áður en þau fluttu út, vann Hulda sem deildarstjóri á leikskóla og Siggi starfaði við ýmisleg, var meðal annars kennari og smiður. En hvernig geta íslensk millistéttarhjón framfleytt stórri fjölskyldu á Kanarí, án þess að vinna?
„Með því einu að leigja út húsið okkar heima, þá gætum við borgað leigu og keypt í matinn fyrir fjölskylduna hér á Kanarí, en þá værum við ekki að leyfa okkur neitt umfram það,” segir Sigurður.
Þau leyfa sér hins vegar ýmislegt fleira sem nánar verður fjallað um í þessum lokaþætti af Hvar er best að búa?. Þátturinn verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20.
Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.