Þrjátíu ár og tugir platna Benedikt Bóas skrifar 13. september 2017 09:00 „Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán. Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán.
Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira