Síðasti séns í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2017 11:57 Flottur urriði sem Cezary veiddi í gærkböldi. Mynd: Veiðikortið Vötnin hafa mörg hver lokað fyrir veiði en síðasti séns er núna næstu daga í þau sem ennþá eru opin. Þar á meðal er Þingvallavatn en þar má oft gera mjög skemmtilega veiði á þessum tíma þó það sé aldrei neitt mok. Bleikjan er í hrygningu og lítið spennandi matfiskur en það er engu að síður þrælgaman að eiga við hana. Síðan má kannski nefna að þetta er oft ágætur tími til að reyna við stóru urriðana sem eru farnir að sýna sig aftur á grynningunum og það oft með látum þegar þeir elta murtur mjög nálægt landi. Cezary Fijalkowski náði einum stórurriða í gærkvöldi en þessi flotti urriði var 98 sm langur og mældur um 24 pund. Ljósaskiptin á morgnana og kvöldin er besti tíminn til að sjá þessa höfðingja og reyna ná þeim og það sem hefur verið að virka best er að nota straumflugur sem eru ýmist strippaðar hratt eða veiddar djúpt og hægt. Veiðin í vatninu í sumar var annars ágæt þó hún hafi farið seint af stað en nú tekur vetur við og veiðimenn fjölmenna aftur á bakka Þingvallavatns næsta vor. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Vötnin hafa mörg hver lokað fyrir veiði en síðasti séns er núna næstu daga í þau sem ennþá eru opin. Þar á meðal er Þingvallavatn en þar má oft gera mjög skemmtilega veiði á þessum tíma þó það sé aldrei neitt mok. Bleikjan er í hrygningu og lítið spennandi matfiskur en það er engu að síður þrælgaman að eiga við hana. Síðan má kannski nefna að þetta er oft ágætur tími til að reyna við stóru urriðana sem eru farnir að sýna sig aftur á grynningunum og það oft með látum þegar þeir elta murtur mjög nálægt landi. Cezary Fijalkowski náði einum stórurriða í gærkvöldi en þessi flotti urriði var 98 sm langur og mældur um 24 pund. Ljósaskiptin á morgnana og kvöldin er besti tíminn til að sjá þessa höfðingja og reyna ná þeim og það sem hefur verið að virka best er að nota straumflugur sem eru ýmist strippaðar hratt eða veiddar djúpt og hægt. Veiðin í vatninu í sumar var annars ágæt þó hún hafi farið seint af stað en nú tekur vetur við og veiðimenn fjölmenna aftur á bakka Þingvallavatns næsta vor.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði