Vísir greindi frá því á dögunum hvernig Eðvarð rataði í myndbandið við lagið White Mustang. Vinkona hans hafi bent á Eðvarð þegar leikstjóri myndbandsins var að leita að einhverjum sem líktist Gregg Allman. Strax daginn eftir hafi hann verið boðaður í viðtal og ekki leið á löngu áður hann var búinn að hreppa hlutverkið.
Sjá einnig: Kíkti í heimsókn til Lönu Del Rey og lék í myndbandi
Tveimur dögum eftir spjall við Lönu var myndbandið tekið upp í Hollywood Hills og miðborg Los Angeles sem Eðvarð segir að hafi verið svaka skemmtilegt og gengið vel.
Dægurmálavefurinn Hollywood Life á vart orð yfir hinn „heita, síðhærða elskhuga“ sem sést í innilegum atlotum við Lönu í myndbandinu - sem sjá má hér að neðan. Það hefur fengið rúmlega eina og hálfa milljón áhorfa á einum sólarhring.