Dúettinn Úlfur Úlfur of orðljótur fyrir Pólverja Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2017 10:15 Úlfur Úlfur er að gera það gott í austurhluta Evrópu. Vísir/Eyþór Rappdúettinn íslenski Úlfur Úlfur var nýlega gestur þáttarins Dzien Dobry á pólsku sjónvarpsstöðinni TVN og tók þar lagið sitt Bróðir. Það vakti athygli margra aðdáenda dúettsins að þeir breyttu í það minnsta einni línu í laginu og fjarlægðu þar orðið „motherfucker“. „Það var stranglega bannað að segja motherfucker. Ég sagði samt „fokk“ aftur og aftur og það virtist alveg vera í góðu lagi,“ segir Arnar Freyr, annar helmingur dúettsins, og því virðast Pólverjarnir ekki hafa verið neitt agalega strangir þó svo að orðið „motherfucker“ hafi verið á bannlista – enda hrikalega óviðeigandi orð, sérstaklega eldsnemma á morgnana en Dzien Dobry er morgunþáttur eins og nafnið gefur til kynna („Góðan daginn“). Í þættinum kynnti Úlfur Úlfur tónleika sína í Varsjá sem fóru fram um kvöldið en strákarnir hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þeir stoppuðu í Finnlandi, Rússlandi, Lettlandi og núna í Póllandi. Pólverjar og Lettar virðast sérstaklega hafa fílað sveitina því að af myndum á samfélagsmiðlum að dæma var mikið mannhaf á tónleikunum – þá sérstaklega í Lettlandi, enda Lettar vinaþjóð okkar Íslendinga. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rappdúettinn íslenski Úlfur Úlfur var nýlega gestur þáttarins Dzien Dobry á pólsku sjónvarpsstöðinni TVN og tók þar lagið sitt Bróðir. Það vakti athygli margra aðdáenda dúettsins að þeir breyttu í það minnsta einni línu í laginu og fjarlægðu þar orðið „motherfucker“. „Það var stranglega bannað að segja motherfucker. Ég sagði samt „fokk“ aftur og aftur og það virtist alveg vera í góðu lagi,“ segir Arnar Freyr, annar helmingur dúettsins, og því virðast Pólverjarnir ekki hafa verið neitt agalega strangir þó svo að orðið „motherfucker“ hafi verið á bannlista – enda hrikalega óviðeigandi orð, sérstaklega eldsnemma á morgnana en Dzien Dobry er morgunþáttur eins og nafnið gefur til kynna („Góðan daginn“). Í þættinum kynnti Úlfur Úlfur tónleika sína í Varsjá sem fóru fram um kvöldið en strákarnir hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þeir stoppuðu í Finnlandi, Rússlandi, Lettlandi og núna í Póllandi. Pólverjar og Lettar virðast sérstaklega hafa fílað sveitina því að af myndum á samfélagsmiðlum að dæma var mikið mannhaf á tónleikunum – þá sérstaklega í Lettlandi, enda Lettar vinaþjóð okkar Íslendinga.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira