Í herferðarmyndbandi línunnar tekur Naomi Campbell okkur á næturlífið í Tókýó, þar sem aðrar ofurfyrirsætur koma líka fyrir.
„Tókýó er klárlega ein af mínum uppáhalds borgum. Í tökunum klæddist ég dökkri tvíhnepptri buxnadragt sem er án efa ein af mínum uppáhalds flíkum úr haustlínunni. Ég myndi sjálf klæðast dragtinni á svipaðan hátt og ég var í myndbandinu, alveg hneppt upp en samt sést í smá húð svo það myndast skemmtilegt jafnvægi af kvenlega og karlæga stílnum,“ segir Naomi Campell um línuna.
Línan kemur í búðir þann 21. september næstkomandi, og er án efa hægt að finna sér margt fallegt fyrir veturinn.





