Áhyggjuefni Hörður Ægisson skrifar 15. september 2017 06:00 Ekki er áformað að ríkið hefji sölu á hlutum sínum í bönkunum á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi munu þær áætlanir ekki standa en hlutdeild ríkisins í eigin fé bankanna er um 440 milljarðar. Sú fjárhæð nemur um helmingi af heildarskuldum ríkissjóðs. Ekki er með nokkru móti hægt að færa fyrir því rök að það sé skynsamleg fjárfesting að vera með fjármuni sem nema um 20 prósentum af landsframleiðslu bundna sem eigið fé í áhættusömum bankarekstri. Þetta er hins vegar staðan. Þegar kröfuhafar Kaupþings og Glitnis samþykktu stöðugleikaskilyrði 2015 var ákveðið að frumkvæði stjórnvalda að það yrði á ábyrgð kröfuhafanna að koma Arion banka og Íslandsbanka í verð – það breyttist í tilfelli Íslandsbanka þegar hann var afhentur ríkinu – en um leið að mikill meirihluti söluandvirðisins færi til ríkisins. Þetta var snjöll lausn. Með afkomuskiptasamningi og ákvæði um forkaupsrétt ríkisins ef til stæði að selja hlut á gengi undir 0,8 miðað við eigið fé í lokuðu útboði var jafnframt tryggt að Arion banki yrði seldur fyrir hæsta verð – hagsmunir Kaupþings og stjórnvalda eru því hinir sömu. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi var ekki hvað síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka á markað sem yrði í dreifðri eigu erlendra og íslenskra fjárfesta. Með öðrum orðum lokahnykkurinn í endurreisn fjármálakerfisins sem í hartnær átta ár hefur að mestu verið í eigu annaðhvort ríkisins eða slitabúa gömlu bankanna. Útlit er fyrir að þetta skref verði tekið á allra næstu mánuðum. FME mun brátt heimila vogunarsjóðunum Taconic Capital og Attestor Capital að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Það á ekki að koma neinum á óvart enda hafa evrópsk fjármálayfirvöld komist að sömu niðurstöðu. Þá er unnið að endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins þannig að forsendur séu fyrir sölu á bankanum í opnu útboði. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, sagði á Facebook af þessu tilefni að þetta væri „verulegt áhyggjuefni“. Þetta er furðuleg fullyrðing en Eygló var ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem samþykkti það upplegg sem Kaupþing vinnur nú eftir. Hagsmunir íslenska ríkisins eru miklir – ekki aðeins fjárhagslega – að vel takist til við sölu á Arion banka. Áform Kaupþings, sem á 58 prósenta hlut, um að fara í opið útboð og skráningu á Arion banka varðar veginn fyrir stjórnvöld við sölu á hinum bönkunum, ekki hvað síst til erlendra fjárfesta. Áhyggjuefnið er þess vegna ekki að við séum að fá virka eigendur að einum af stóru bönkunum heldur fremur stjórnmálamenn sem hvorki sjá né skilja mikilvægi þess að ríkið minnki stórkostlega umsvif sín á fjármálamarkaði – sem allra fyrst. Með tilkomu nýrra fjártæknilausna og viðskiptamódela mun bankaþjónusta eins og við þekkjum hana í dag taka stakkaskiptum. Samkeppnisumhverfið á eftir að harðna og verðmæti banka kann að rýrna. Ríkið er ekki heppilegur eigandi banka til að takast á við þessar áskoranir. Það eina sem þar er hægt að slá föstu er að sú vegferð mun ekki enda vel fyrir skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ekki er áformað að ríkið hefji sölu á hlutum sínum í bönkunum á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi munu þær áætlanir ekki standa en hlutdeild ríkisins í eigin fé bankanna er um 440 milljarðar. Sú fjárhæð nemur um helmingi af heildarskuldum ríkissjóðs. Ekki er með nokkru móti hægt að færa fyrir því rök að það sé skynsamleg fjárfesting að vera með fjármuni sem nema um 20 prósentum af landsframleiðslu bundna sem eigið fé í áhættusömum bankarekstri. Þetta er hins vegar staðan. Þegar kröfuhafar Kaupþings og Glitnis samþykktu stöðugleikaskilyrði 2015 var ákveðið að frumkvæði stjórnvalda að það yrði á ábyrgð kröfuhafanna að koma Arion banka og Íslandsbanka í verð – það breyttist í tilfelli Íslandsbanka þegar hann var afhentur ríkinu – en um leið að mikill meirihluti söluandvirðisins færi til ríkisins. Þetta var snjöll lausn. Með afkomuskiptasamningi og ákvæði um forkaupsrétt ríkisins ef til stæði að selja hlut á gengi undir 0,8 miðað við eigið fé í lokuðu útboði var jafnframt tryggt að Arion banki yrði seldur fyrir hæsta verð – hagsmunir Kaupþings og stjórnvalda eru því hinir sömu. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi var ekki hvað síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka á markað sem yrði í dreifðri eigu erlendra og íslenskra fjárfesta. Með öðrum orðum lokahnykkurinn í endurreisn fjármálakerfisins sem í hartnær átta ár hefur að mestu verið í eigu annaðhvort ríkisins eða slitabúa gömlu bankanna. Útlit er fyrir að þetta skref verði tekið á allra næstu mánuðum. FME mun brátt heimila vogunarsjóðunum Taconic Capital og Attestor Capital að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Það á ekki að koma neinum á óvart enda hafa evrópsk fjármálayfirvöld komist að sömu niðurstöðu. Þá er unnið að endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins þannig að forsendur séu fyrir sölu á bankanum í opnu útboði. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, sagði á Facebook af þessu tilefni að þetta væri „verulegt áhyggjuefni“. Þetta er furðuleg fullyrðing en Eygló var ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem samþykkti það upplegg sem Kaupþing vinnur nú eftir. Hagsmunir íslenska ríkisins eru miklir – ekki aðeins fjárhagslega – að vel takist til við sölu á Arion banka. Áform Kaupþings, sem á 58 prósenta hlut, um að fara í opið útboð og skráningu á Arion banka varðar veginn fyrir stjórnvöld við sölu á hinum bönkunum, ekki hvað síst til erlendra fjárfesta. Áhyggjuefnið er þess vegna ekki að við séum að fá virka eigendur að einum af stóru bönkunum heldur fremur stjórnmálamenn sem hvorki sjá né skilja mikilvægi þess að ríkið minnki stórkostlega umsvif sín á fjármálamarkaði – sem allra fyrst. Með tilkomu nýrra fjártæknilausna og viðskiptamódela mun bankaþjónusta eins og við þekkjum hana í dag taka stakkaskiptum. Samkeppnisumhverfið á eftir að harðna og verðmæti banka kann að rýrna. Ríkið er ekki heppilegur eigandi banka til að takast á við þessar áskoranir. Það eina sem þar er hægt að slá föstu er að sú vegferð mun ekki enda vel fyrir skattgreiðendur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun