Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons 1. september 2017 09:51 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00