Fagna fimm ára afmæli með risum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2017 10:48 Hausar halda upp á afmælið með stæl á Paloma annað kvöld og það er frítt inn. mynd/Sigurgeir Sigurðsson Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira