Fagna fimm ára afmæli með risum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2017 10:48 Hausar halda upp á afmælið með stæl á Paloma annað kvöld og það er frítt inn. mynd/Sigurgeir Sigurðsson Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér. Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Sjá meira
Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér.
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Sjá meira