Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Ritstjórn skrifar 3. september 2017 20:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir Fullkomin stjórnÞað er svo merkilegt að margar konur sem ég þekki eru í stjórnunarstöðu. Reyndar er ekki um að ræða eiginlega stjórn, nema mæður þeirra og tengdamæður teljist sem meðstjórnendur, heldur eru þær einar ritari, gjaldkeri og formaður stjórnar. Heimili og fjölskylda ehf.RitarinnHún hringir út og tekur á móti símtölum, sér í lagi þeim sem koma að hvers konar skipulagi, hvort sem um er að ræða læknisheimsóknir eða matarboð. Ritarinn sér einnig um það sem mætti kalla mínar síður heimilisins þar sem hann fylgist með einkunnum barna, klósettpappírssölu fótboltafélaga og sér um sumarhúsabókanir, Costco-aðildarumsóknir og svo framvegis. Ritarinn á líka sérstaka skúffu á heimilinu. Ég er sjálf ekki fullnuma í skúffulistinni en ég veit að hún hefur meðal margs annars að geyma gjafir sem henta hinum ýmsu tilefnum og fallega borða þar utanum. Einnig afmælisdagabók með núanseraðri upplýsingum en samfélagsmiðlarnir hafa upp á að bjóða því hún geymir einnig afmælisdaga ófésbókaðra barna og heldri borgara og auðvitað dánardægur þegar þar að kemur. Ritarinn heldur einnig utan um ætt- og tengslafræðilegar upplýsingar og getur hvíslað þeim að manni í fjölmenni eða dregið upp símanúmer hjá fyrrverandi núverandi tengdafrænku ef mann vantar að láta logsjóða eitthvað eða gista á sófa í ókunnri borg.Meðstjórnandi IAnnar meðstjórnandinn í þessari einnar konu stjórn er með gráðu í matreiðslu. Ekki frá neinum iðnskóla, heldur skóla lífsins (alls ekki „skóla lífsins“ sem birtist við hlið nafns fólks í kommentakerfunum samt, allir vita að það hefur einhverja ólukkulega merkingu). Hún er ekki endilega matreiðslumeistari en hún er meistari í að útbúa grjónagraut á ókristilegum tíma sólarhringsins, kunna innihald eldhússkápanna utanað, laga uppáhaldsrétti fjölskyldumeðlima á hinn eina rétta hátt sem er ekki nokkur leið að koma til skila í uppskrift. Síðast en ekki síst er hún meistari í að muna, að muna alla þessa uppáhaldsmata (já, ég veit að orðið matur er bara til í eintölu) og hún er með nákvæma skrásetningu vistaða í heilaberkinum á ofnæmi, óþolum og dyntum allra fjölskyldumeðlima og bestu vina þeirra. Og gæludýra. Ég gleymi næstum að nefna að hún er líka sérfræðingur í næringarfræði og óhefðbundnum lækningum.Meðstjórnandi IIHinn meðstjórnandann mætti kalla hugmyndasmið. Það starf er svo ósýnilegt að næstum er ógerningur að koma að því orðum. En hugmyndasmiðurinn er samt ómissandi tannhjól í stjórnarvélinni. Hlutverk hans eru allt frá því að stofna til litunar og leirunar á stormasömum eftirmiðdögum yfir í að stinga upp á fasteignakaupum og framtíðarstörfum fyrir alla áhugasama og óáhugasama. Hugmyndasmiðurinn býður te og freyðivín, myndlistarnámskeið og karate, sveppatínslu og diskókeilu, Húsavík og Alicante og lausnir á stórvægum, léttvægum og ímynduðum vandamálum.GjaldkerinnNú finn ég hvernig gustar um mig og mínar alhæfingar. Já, auðvitað er þetta sæti stjórnar stundum setið af einhverjum öðrum en stjórnarkonunni og oft er einhver fenginn inn sem ráðgjafi. En gjaldkeri þessi tekur að sér stórt og mjög margt smátt. Hann fer með matreiðslumeistaranum í búðina, og ritaranum í gjafaskúffuinnkaupin, aðstoðar hann við flugmiðakaup, greiðir reikninga og þar frameftir hverri einustu krónu.StjórnarformaðurinnFormaðurinn samræmir og stýrir svo öllu heila klabbinu, vinnur að sáttaleiðum milli gjaldkera og hugmyndasmiðs, matreiðslumeistara og ritara. Hún tekur einnig við formlegum og óformlegum kvörtunum bæði starfsmanna og skjólstæðinga fyrirtækisins. Stundum velur formaðurinn að feta milliveginn diplómatískt en oft er rösklega ákveðið að nú skuli duga eða drepast.GildinStjórnin er ekki bara í því að skipuleggja, skipa fyrir, græja og gera, grilla og hjúkra. Hún hlustar líka og faðmar. Einkunnarorð Heimilis og fjölskyldu ehf eru nefnilega umhyggja, samkennd og ást. Merkilegast af öllu er þó að þetta allt gerir hún alveg launalaust.Pistillinn birtist fyrst í júní tölublaði Glamour en Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur Glamour. Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Vorlína Rihanna og Puma innblásin af Marie Antoinette Glamour Sonur Sofia Vergara gerist fyrirsæta Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour
Fullkomin stjórnÞað er svo merkilegt að margar konur sem ég þekki eru í stjórnunarstöðu. Reyndar er ekki um að ræða eiginlega stjórn, nema mæður þeirra og tengdamæður teljist sem meðstjórnendur, heldur eru þær einar ritari, gjaldkeri og formaður stjórnar. Heimili og fjölskylda ehf.RitarinnHún hringir út og tekur á móti símtölum, sér í lagi þeim sem koma að hvers konar skipulagi, hvort sem um er að ræða læknisheimsóknir eða matarboð. Ritarinn sér einnig um það sem mætti kalla mínar síður heimilisins þar sem hann fylgist með einkunnum barna, klósettpappírssölu fótboltafélaga og sér um sumarhúsabókanir, Costco-aðildarumsóknir og svo framvegis. Ritarinn á líka sérstaka skúffu á heimilinu. Ég er sjálf ekki fullnuma í skúffulistinni en ég veit að hún hefur meðal margs annars að geyma gjafir sem henta hinum ýmsu tilefnum og fallega borða þar utanum. Einnig afmælisdagabók með núanseraðri upplýsingum en samfélagsmiðlarnir hafa upp á að bjóða því hún geymir einnig afmælisdaga ófésbókaðra barna og heldri borgara og auðvitað dánardægur þegar þar að kemur. Ritarinn heldur einnig utan um ætt- og tengslafræðilegar upplýsingar og getur hvíslað þeim að manni í fjölmenni eða dregið upp símanúmer hjá fyrrverandi núverandi tengdafrænku ef mann vantar að láta logsjóða eitthvað eða gista á sófa í ókunnri borg.Meðstjórnandi IAnnar meðstjórnandinn í þessari einnar konu stjórn er með gráðu í matreiðslu. Ekki frá neinum iðnskóla, heldur skóla lífsins (alls ekki „skóla lífsins“ sem birtist við hlið nafns fólks í kommentakerfunum samt, allir vita að það hefur einhverja ólukkulega merkingu). Hún er ekki endilega matreiðslumeistari en hún er meistari í að útbúa grjónagraut á ókristilegum tíma sólarhringsins, kunna innihald eldhússkápanna utanað, laga uppáhaldsrétti fjölskyldumeðlima á hinn eina rétta hátt sem er ekki nokkur leið að koma til skila í uppskrift. Síðast en ekki síst er hún meistari í að muna, að muna alla þessa uppáhaldsmata (já, ég veit að orðið matur er bara til í eintölu) og hún er með nákvæma skrásetningu vistaða í heilaberkinum á ofnæmi, óþolum og dyntum allra fjölskyldumeðlima og bestu vina þeirra. Og gæludýra. Ég gleymi næstum að nefna að hún er líka sérfræðingur í næringarfræði og óhefðbundnum lækningum.Meðstjórnandi IIHinn meðstjórnandann mætti kalla hugmyndasmið. Það starf er svo ósýnilegt að næstum er ógerningur að koma að því orðum. En hugmyndasmiðurinn er samt ómissandi tannhjól í stjórnarvélinni. Hlutverk hans eru allt frá því að stofna til litunar og leirunar á stormasömum eftirmiðdögum yfir í að stinga upp á fasteignakaupum og framtíðarstörfum fyrir alla áhugasama og óáhugasama. Hugmyndasmiðurinn býður te og freyðivín, myndlistarnámskeið og karate, sveppatínslu og diskókeilu, Húsavík og Alicante og lausnir á stórvægum, léttvægum og ímynduðum vandamálum.GjaldkerinnNú finn ég hvernig gustar um mig og mínar alhæfingar. Já, auðvitað er þetta sæti stjórnar stundum setið af einhverjum öðrum en stjórnarkonunni og oft er einhver fenginn inn sem ráðgjafi. En gjaldkeri þessi tekur að sér stórt og mjög margt smátt. Hann fer með matreiðslumeistaranum í búðina, og ritaranum í gjafaskúffuinnkaupin, aðstoðar hann við flugmiðakaup, greiðir reikninga og þar frameftir hverri einustu krónu.StjórnarformaðurinnFormaðurinn samræmir og stýrir svo öllu heila klabbinu, vinnur að sáttaleiðum milli gjaldkera og hugmyndasmiðs, matreiðslumeistara og ritara. Hún tekur einnig við formlegum og óformlegum kvörtunum bæði starfsmanna og skjólstæðinga fyrirtækisins. Stundum velur formaðurinn að feta milliveginn diplómatískt en oft er rösklega ákveðið að nú skuli duga eða drepast.GildinStjórnin er ekki bara í því að skipuleggja, skipa fyrir, græja og gera, grilla og hjúkra. Hún hlustar líka og faðmar. Einkunnarorð Heimilis og fjölskyldu ehf eru nefnilega umhyggja, samkennd og ást. Merkilegast af öllu er þó að þetta allt gerir hún alveg launalaust.Pistillinn birtist fyrst í júní tölublaði Glamour en Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur Glamour.
Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Vorlína Rihanna og Puma innblásin af Marie Antoinette Glamour Sonur Sofia Vergara gerist fyrirsæta Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour