Umfjöllun og myndir: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2017 12:15 Jón Arnór var stigahæstur á vellinum. vísir/ernir Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. Íslenska liðið gaf allt sitt í fyrri hálfleikinn og var þá inn í leiknum og meðal annars með forystuna þegar mikið var liðið á fyrsta leikhlutann. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar mjög erfiður eins og þeir allir á þessu móti til þessa. Í öllum þremur leikjunum hefur íslenska liðið látið labba yfir sig í seinni hálfleik og okkar menn hafa greinilega hvorki kraft né getu til standa upp í þessum stóru og sterkum liðum síðustu tuttugu mínúturnar. Jón Arnór Stefánsson sýndi þó enn á ný hversu hann er megnuður á báðum endum vallarins en hann var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Martin Hermannsson skoraði 13 stig og var næststigahæstur. Kristófer Acox átti mjög flotta innkomu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar hann var með 10 stig og 7 fráköst. Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 8 stig og 6 stoðsendingar.Kristófer var frábær í fyrri hálfleik.vísir/ernirÍslensku þjálfararnir voru greinilega búnir að upphugsa nýja taktík með hvernig þeir notuðu leikmannahópinn sinn í þessum leik. Þeir breyttu byrjunarliðinu, skiptu mun örar og notuðu fleiri leikmenn strax frá fyrsta leikhluta. Mestu munaði þó að þeir endurheimtu sinn besta mann, Jón Arnór Stefánsson, úr varamannahlutverkinu. Þessi taktík tókst þó ekki að spara nægilega krafta í liðinu til að halda dampi í seinni hálfleiknum sem reyndist enn á ný vera hálfgerð martröð fyrir íslenska liðið. Í öllum þremur leikjunum hafa andstæðingar Íslands skipt um gír í seinni hálfleik og klárað leikina með stæl. Íslenska liðið var búið að klúðra þremur sóknum og fá á sig þrjár villur áður en Jón Arnór Stefánsson skellti niður hraðaupphlaupasþrist við mikinn fögnuð í stúkunni. Frakkar skoruðu í tveimur fyrstu sóknum sínum og komust í 5-0 en síðan kom mjög góður íslensku kafli. Jón Arnór kom inn í byrjunarliðið og það var allt annað að sjá hann. Jón Arnór var með sjö stig og tvær stoðsendingar á fyrstu fimm mínútunum næstum því eins mikið og í báðum fyrstu tveimur leikjunum.Haukur Helgi tekur skot.vísir/ernirMartin Hermannsson fiskaði óþróttamannslega og kom Íslandi yfir í 14-13 þegar 4:44 voru eftir. Martin átti síðan í sókninni sem fylgdi í kjölfarið stoðsendingu á Kristófer sem kom Íslandi þremur stigum yfir, 16-13. Kristófer Acox var svo sannarlega mættur til að láta til sín taka. Hann stal boltanum og skoraði hraðaupphlaupsstig sóknina eftir að hann hafði gert mjög laglega körfu sem þýddi að strákurinn var kominn með 8 stig á tæpum 4 mínútum og íslenska liðið var 23-20 yfir þegar Frakkar tóku leikhlé. Frakkar skoruðu 9 stig í röð eftir leikhléið en Jón Arnór endaði fínan leikhluta með góðri körfu sem kom muninum niður í fjögur stig en Frakkar var 29-25 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið hitti ekki úr skotunum sínum í byrjun annars leikhluta og var komið átta stigum undir, 33-25, eftir rúma mínútu. Flottasta karfa leikhlutans var þriggja stiga karfa Jóns Arnórs sem hann hann setti niður í miðju Víkingaklappi. Þjálfararnir tóku leikhlé þegar fjórar mínútur til hálfleiks en fyrsta sóknin eftir það misheppnaðist algjörlega og Frakkar náðu strax þrettán stiga forystu, 48-35.Hlynur náði sér ekki á strik í dag.vísir/ernirJón Arnór átti mjög flottan fyrri hálfleik því auk 14 stiga og 2 stoðsendinga þá fiskaði hann einnig þrjár sóknarvillur á Frakkana í hálfleiknum sem og enn fleiri villur á þá á sóknarvelli. Það var líka mikilvægt fyrir íslenska liðið þegar Haukur Helgi Pálsson skellti niður þriggja stiga körfu rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins sem minnkaði muninn í sjö stig, 49-42. Fyrsta karfa Hauks í leiknum og alveg lífsnauðsynleg fyrir hann sem og íslenska liðið. Góð innkoma Kristófers þýddi að fyrirliðinn Hlynur Bæringsson spilaði aðeins tæpar sjö mínútur í fyrri hálfleiknum og þar var hann bæði stigalaus og frákastalaus. Seinni hálfleikurinn byrjaði alls ekki vel því íslenska liðið gaf Frökkunum körfu strax í byrjun og Frakkar náðu strax ellefu stiga mun. Munurinn var bara ellefu stig þegar Jón Arnór fór af velli með 3 villur en var orðinn tuttugu stig, 68-48. þegar 4:30 voru eftir af þriðja leikhlutanum. Frakkar voru búnir að ná öllum tökum á leiknum. Frakkarnir fóru síðan að raða niður þristum í lok þriðja leikhlutanum og voru komnir með 30 stiga forystu, 86-56, fyrir lokaleikhlutann. Framtíðarliðið okkar byrjaði lokaleikhlutann og þar fengum við smörþefinn af því hvernig þetta mun líta úr þegar reynsluboltar liðsins segja þetta vera orðið gott. Íslenska liðið náði aðeins að skora í lokaleikhlutanum og koma í veg fyrir algjört hrun. Munurinn var samt 36 stig þegar upp var staðið en íslenska liðið fékk í fyrsta sinn á sig yfir hundrað stig í mótinu.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir EM 2017 í Finnlandi
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. Íslenska liðið gaf allt sitt í fyrri hálfleikinn og var þá inn í leiknum og meðal annars með forystuna þegar mikið var liðið á fyrsta leikhlutann. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar mjög erfiður eins og þeir allir á þessu móti til þessa. Í öllum þremur leikjunum hefur íslenska liðið látið labba yfir sig í seinni hálfleik og okkar menn hafa greinilega hvorki kraft né getu til standa upp í þessum stóru og sterkum liðum síðustu tuttugu mínúturnar. Jón Arnór Stefánsson sýndi þó enn á ný hversu hann er megnuður á báðum endum vallarins en hann var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Martin Hermannsson skoraði 13 stig og var næststigahæstur. Kristófer Acox átti mjög flotta innkomu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar hann var með 10 stig og 7 fráköst. Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 8 stig og 6 stoðsendingar.Kristófer var frábær í fyrri hálfleik.vísir/ernirÍslensku þjálfararnir voru greinilega búnir að upphugsa nýja taktík með hvernig þeir notuðu leikmannahópinn sinn í þessum leik. Þeir breyttu byrjunarliðinu, skiptu mun örar og notuðu fleiri leikmenn strax frá fyrsta leikhluta. Mestu munaði þó að þeir endurheimtu sinn besta mann, Jón Arnór Stefánsson, úr varamannahlutverkinu. Þessi taktík tókst þó ekki að spara nægilega krafta í liðinu til að halda dampi í seinni hálfleiknum sem reyndist enn á ný vera hálfgerð martröð fyrir íslenska liðið. Í öllum þremur leikjunum hafa andstæðingar Íslands skipt um gír í seinni hálfleik og klárað leikina með stæl. Íslenska liðið var búið að klúðra þremur sóknum og fá á sig þrjár villur áður en Jón Arnór Stefánsson skellti niður hraðaupphlaupasþrist við mikinn fögnuð í stúkunni. Frakkar skoruðu í tveimur fyrstu sóknum sínum og komust í 5-0 en síðan kom mjög góður íslensku kafli. Jón Arnór kom inn í byrjunarliðið og það var allt annað að sjá hann. Jón Arnór var með sjö stig og tvær stoðsendingar á fyrstu fimm mínútunum næstum því eins mikið og í báðum fyrstu tveimur leikjunum.Haukur Helgi tekur skot.vísir/ernirMartin Hermannsson fiskaði óþróttamannslega og kom Íslandi yfir í 14-13 þegar 4:44 voru eftir. Martin átti síðan í sókninni sem fylgdi í kjölfarið stoðsendingu á Kristófer sem kom Íslandi þremur stigum yfir, 16-13. Kristófer Acox var svo sannarlega mættur til að láta til sín taka. Hann stal boltanum og skoraði hraðaupphlaupsstig sóknina eftir að hann hafði gert mjög laglega körfu sem þýddi að strákurinn var kominn með 8 stig á tæpum 4 mínútum og íslenska liðið var 23-20 yfir þegar Frakkar tóku leikhlé. Frakkar skoruðu 9 stig í röð eftir leikhléið en Jón Arnór endaði fínan leikhluta með góðri körfu sem kom muninum niður í fjögur stig en Frakkar var 29-25 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið hitti ekki úr skotunum sínum í byrjun annars leikhluta og var komið átta stigum undir, 33-25, eftir rúma mínútu. Flottasta karfa leikhlutans var þriggja stiga karfa Jóns Arnórs sem hann hann setti niður í miðju Víkingaklappi. Þjálfararnir tóku leikhlé þegar fjórar mínútur til hálfleiks en fyrsta sóknin eftir það misheppnaðist algjörlega og Frakkar náðu strax þrettán stiga forystu, 48-35.Hlynur náði sér ekki á strik í dag.vísir/ernirJón Arnór átti mjög flottan fyrri hálfleik því auk 14 stiga og 2 stoðsendinga þá fiskaði hann einnig þrjár sóknarvillur á Frakkana í hálfleiknum sem og enn fleiri villur á þá á sóknarvelli. Það var líka mikilvægt fyrir íslenska liðið þegar Haukur Helgi Pálsson skellti niður þriggja stiga körfu rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins sem minnkaði muninn í sjö stig, 49-42. Fyrsta karfa Hauks í leiknum og alveg lífsnauðsynleg fyrir hann sem og íslenska liðið. Góð innkoma Kristófers þýddi að fyrirliðinn Hlynur Bæringsson spilaði aðeins tæpar sjö mínútur í fyrri hálfleiknum og þar var hann bæði stigalaus og frákastalaus. Seinni hálfleikurinn byrjaði alls ekki vel því íslenska liðið gaf Frökkunum körfu strax í byrjun og Frakkar náðu strax ellefu stiga mun. Munurinn var bara ellefu stig þegar Jón Arnór fór af velli með 3 villur en var orðinn tuttugu stig, 68-48. þegar 4:30 voru eftir af þriðja leikhlutanum. Frakkar voru búnir að ná öllum tökum á leiknum. Frakkarnir fóru síðan að raða niður þristum í lok þriðja leikhlutanum og voru komnir með 30 stiga forystu, 86-56, fyrir lokaleikhlutann. Framtíðarliðið okkar byrjaði lokaleikhlutann og þar fengum við smörþefinn af því hvernig þetta mun líta úr þegar reynsluboltar liðsins segja þetta vera orðið gott. Íslenska liðið náði aðeins að skora í lokaleikhlutanum og koma í veg fyrir algjört hrun. Munurinn var samt 36 stig þegar upp var staðið en íslenska liðið fékk í fyrsta sinn á sig yfir hundrað stig í mótinu.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti