Gæsaveiðin gengur vel um allt land Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2017 10:24 Skyttur landsins virðast gera það gott þessa dagana og það berast fréttir víða að um góðan afla. Mesta sóknin núna er í heiðagæsina og mest af henni er skotin á eða við hálendi landsins. Grágæsin er farin að sýna sig í túnum og ökrum landsins en ekki í miklum mæli. Henni fjölgar til muna um leið og það kólnar en á meðan það er ennþá nokkuð hlýtt á landinu er hún ennþá í nægu æti á heiðunum. Heiðagæsastofnin er sífellt að stækka og þolir stofnin vel meiri veiðar en stofnstærð hans er um það bil 390.000 fuglar. Grágæsastofnin er talin vera um 30.000 fuglar. Blesgæs er sem fyrr friðuð. Veiðar á önd hófst 1. september og er hún veidd fram til 1.mars. Við fengum nokkuð skondna frétt frá gæsaskyttum sem voru á ferli um miðja nótt við að koma sér fyrir í kolniðamyrkri við tjörn uppá Arnarvatnsheiði þar sem átti að sitja fyrir heiðagæs. Þeir lögðu bílnum nokkuð langt frá og gengu að tjörninni þar sem þeir komu sér fyrir og biðu átekta. Fljótlega fór að heyrast í fyrstu heiðagæsunum fljúga að í morgunrökkrinu og kom hópur í gott færi. Félagarnir þrír stóðu upp úr felustöðum sínum og skutu á gæsirnar þegar þær voru í færi en í hvellunum mátti heyra skaðræðisóp og öskur. Hinum megin við smá lægð aðeins um 50 metrum frá þeim stað þar sem þeir lágu var erlent par búið að tjalda og svaf vært en var vakið með hressilegum skothvellum og var óneitanlega brugðið. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði
Skyttur landsins virðast gera það gott þessa dagana og það berast fréttir víða að um góðan afla. Mesta sóknin núna er í heiðagæsina og mest af henni er skotin á eða við hálendi landsins. Grágæsin er farin að sýna sig í túnum og ökrum landsins en ekki í miklum mæli. Henni fjölgar til muna um leið og það kólnar en á meðan það er ennþá nokkuð hlýtt á landinu er hún ennþá í nægu æti á heiðunum. Heiðagæsastofnin er sífellt að stækka og þolir stofnin vel meiri veiðar en stofnstærð hans er um það bil 390.000 fuglar. Grágæsastofnin er talin vera um 30.000 fuglar. Blesgæs er sem fyrr friðuð. Veiðar á önd hófst 1. september og er hún veidd fram til 1.mars. Við fengum nokkuð skondna frétt frá gæsaskyttum sem voru á ferli um miðja nótt við að koma sér fyrir í kolniðamyrkri við tjörn uppá Arnarvatnsheiði þar sem átti að sitja fyrir heiðagæs. Þeir lögðu bílnum nokkuð langt frá og gengu að tjörninni þar sem þeir komu sér fyrir og biðu átekta. Fljótlega fór að heyrast í fyrstu heiðagæsunum fljúga að í morgunrökkrinu og kom hópur í gott færi. Félagarnir þrír stóðu upp úr felustöðum sínum og skutu á gæsirnar þegar þær voru í færi en í hvellunum mátti heyra skaðræðisóp og öskur. Hinum megin við smá lægð aðeins um 50 metrum frá þeim stað þar sem þeir lágu var erlent par búið að tjalda og svaf vært en var vakið með hressilegum skothvellum og var óneitanlega brugðið.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði