Lagerbäck: Aldrei tapað svo stórt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2017 11:30 Norðmenn voru niðurlægðir í Stuttgart í gær er þeir töpuðu 6-0 fyrir heimsmeisturum Þýskalands. Norðmenn eru í sárum eftir að hafa tapað fyrir Þýskalandi í undankeppni HM 2018 í gær, 6-0. Það er því útlit fyrir að landslðisþjálfarinn Lars Lagerbäck eigi enn mikið verk fyrir höndum að koma norska liðinu aftur upp í fyrri hæðir. „Ég hef aldrei fyrr tapað með svo miklum mun á mínum landsliðsþjálfaraferli,“ sagði hann við norska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég held að stærsta tapið hafi áður verið 3-0 tap gegn Þýskalandi sem þjálfari sænska liðsins.“ Lars Lagerbäck tók við þjálfun íslenska landsliðsins í lok árs 2011 og stýrði því fram yfir EM 2016, síðustu tvö árin með Heimi Hallgrímsson sem meðþjálfara. Á þeim tíma tapaði Ísland aldrei með meira en tveggja marka mun nema í lokaleik Lagerbäck, í 5-2 tapi gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM. Hann hefur nú stýrt norska liðinu í fimm leikjum en unnið aðeins einn, það var gegn Aserum á föstudagskvöldið. Noregur er sem stendur í 85. sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en til samanburðar má nefna að Ísland er í 20. sæti. En þrátt fyrir tapið slæma í gær hélt Lagerbäck ró sinni eftir leikinn. „Við hreyfðum okkur ekki nógu vel þegar Þýskaland sótti. Þjóðverjar eru með eitt besta sóknarlið heims og gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði hann. „Við munu greina leikinn og læra af honum,“ bætti Svíinn við. Norðmenn eru í næstneðsta sæti í C-riðli og höfðu fyrir sigurinn á Aserum á föstudag aðeins náð að leggja San Marínó að velli í undankeppninni. Noregur er með sjö stig en Þýskaland er efst í riðlinum með fullt hús stiga að loknum átta leikjum. Norður-Írland er í öðru sæti með nítján stig. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Norðmenn voru niðurlægðir í Stuttgart í gær er þeir töpuðu 6-0 fyrir heimsmeisturum Þýskalands. Norðmenn eru í sárum eftir að hafa tapað fyrir Þýskalandi í undankeppni HM 2018 í gær, 6-0. Það er því útlit fyrir að landslðisþjálfarinn Lars Lagerbäck eigi enn mikið verk fyrir höndum að koma norska liðinu aftur upp í fyrri hæðir. „Ég hef aldrei fyrr tapað með svo miklum mun á mínum landsliðsþjálfaraferli,“ sagði hann við norska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég held að stærsta tapið hafi áður verið 3-0 tap gegn Þýskalandi sem þjálfari sænska liðsins.“ Lars Lagerbäck tók við þjálfun íslenska landsliðsins í lok árs 2011 og stýrði því fram yfir EM 2016, síðustu tvö árin með Heimi Hallgrímsson sem meðþjálfara. Á þeim tíma tapaði Ísland aldrei með meira en tveggja marka mun nema í lokaleik Lagerbäck, í 5-2 tapi gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM. Hann hefur nú stýrt norska liðinu í fimm leikjum en unnið aðeins einn, það var gegn Aserum á föstudagskvöldið. Noregur er sem stendur í 85. sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en til samanburðar má nefna að Ísland er í 20. sæti. En þrátt fyrir tapið slæma í gær hélt Lagerbäck ró sinni eftir leikinn. „Við hreyfðum okkur ekki nógu vel þegar Þýskaland sótti. Þjóðverjar eru með eitt besta sóknarlið heims og gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði hann. „Við munu greina leikinn og læra af honum,“ bætti Svíinn við. Norðmenn eru í næstneðsta sæti í C-riðli og höfðu fyrir sigurinn á Aserum á föstudag aðeins náð að leggja San Marínó að velli í undankeppninni. Noregur er með sjö stig en Þýskaland er efst í riðlinum með fullt hús stiga að loknum átta leikjum. Norður-Írland er í öðru sæti með nítján stig.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira