Fyrsta lagið af nýrri plötu Bjarkar gefið út í takmörkuðu upplagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:45 Björk á tónleikum í Eldborg í nóvember síðastliðnum. vísir/getty Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér. Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér.
Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15
Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00
Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00