Sverrir Ingi Ingason og Jón Daði Böðvarsson koma inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Kára Árnason og Alfreð Finnbogason.
Heimir er því áfram með Aron Einar Gunnarsson og Emil Hallfreðsson saman inni á miðjunni og Gylfa Þór Sigurðsson rétt fyrir aftan Jón Daða í framlínunni.
Ísland er í 3. sæti I-riðils undankeppninnar með 13 stig, einu stigi á eftir Úkraínu sem er í 2. sætinu. Króatía er á toppnum með 16 stig en króatíska liðið mætir því tyrkneska í kvöld.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45.
Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leiknum með því að smella hér.
