Hinir fullkomnu skór fyrir Októberfest Ritstjórn skrifar 6. september 2017 13:00 Glamour/Skjáskot Adidas hefur sett á markað sérstaka skó fyrir bjórhátíðina Októberfest sem haldin er í Þýskalandi. Skórnir eru bjór- og gubbfráhrindandi, eins og þeir lýsa þeim sjálfir hjá Adidas. Litirnir í skónum eru teknir frá þýskum ,,Lederhosen," og eru þeir dökkbrúnir með ljósbrúnum röndum. Það er greinilega vandamál hjá gestum hátíðarinnar að fá bjór, gubb eða einhvern vökva yfir skóna, og er þetta augljóslega mjög góð lausn á því. Það er í rauninni sama í hverju þú lendir í á hátíðinni, því skórnir eru gerðir til að þola allt. Adidas er sem margir vita þýskt fyrirtæki og halda því sérstaklega mikið upp á hátíðina. Á skónum stendur PROST, sem er þýska orðið yfir Skál! Allir sem versla skóna fá að sjálfsögðu bjórkrús með í kaupbæti. Ertu að fara á Októberfest? Hér geturðu verslað skóna. Algjört ,,must-have." Þjóðverji í skónum og í þýskum ,,Lederhosen" Mest lesið 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Hárpartý á Hard Rock Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour
Adidas hefur sett á markað sérstaka skó fyrir bjórhátíðina Októberfest sem haldin er í Þýskalandi. Skórnir eru bjór- og gubbfráhrindandi, eins og þeir lýsa þeim sjálfir hjá Adidas. Litirnir í skónum eru teknir frá þýskum ,,Lederhosen," og eru þeir dökkbrúnir með ljósbrúnum röndum. Það er greinilega vandamál hjá gestum hátíðarinnar að fá bjór, gubb eða einhvern vökva yfir skóna, og er þetta augljóslega mjög góð lausn á því. Það er í rauninni sama í hverju þú lendir í á hátíðinni, því skórnir eru gerðir til að þola allt. Adidas er sem margir vita þýskt fyrirtæki og halda því sérstaklega mikið upp á hátíðina. Á skónum stendur PROST, sem er þýska orðið yfir Skál! Allir sem versla skóna fá að sjálfsögðu bjórkrús með í kaupbæti. Ertu að fara á Októberfest? Hér geturðu verslað skóna. Algjört ,,must-have." Þjóðverji í skónum og í þýskum ,,Lederhosen"
Mest lesið 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Hárpartý á Hard Rock Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour