Íslendingar á bakvið framlag Finna til Óskarsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. september 2017 15:30 Ingvar Þórðarson og Hildur Guðnadóttir komu bæð að gerð myndarinnar Tom of Finland sem er framlag Finna til Óskarsins. Vísir Kvikmyndin Tom of Finland hefur verið útnefnd sem framlag Finnlands til óskarsverðlauna. Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar og fari það svo að myndin hljóti tilnefningu ættu íslendingar sinn fulltrúa á rauða dreglinum. Ingvar Þórðarson er einn framleiðanda myndarinnar og þá er Hildur Guðnadóttir aðaltónskáld myndarinnar. Hefur tónlistin í Tom of Finland hlotið mikið lof gangrýnenda. Myndinni hefur gengið vel á kvikmyndahátíðum og hlaut m.a. FIPRESCI-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og er tilnefnd af Evrópsku kvikmyndaakademíunni sem besta evrópska myndin fyrir árið 2017. Pekka Strang fer með titilhlutverkið í myndinni. Brautryðjandi í ímyndarsköpun samkynhneigðra Tom of Finland er ævisöguleg kvikmynd um listamanninn Touko Laaksonen, sem öðlaðist heimsfrægð á 8. og 9. áratugi síðustu aldar fyrir teikningar sínar en fram að því höfðu verk hans farið víða meðal samkynhneigðra sem þurftu þá að glíma við ströng skilyrði ritskoðunar, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hann var ofsóttur fyrir kynhneigð sína í heimalandi sínu í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar en seinna höfðu teikningar hans mikil áhrif á ímyndarsköpun og tísku samkynhneigðra karlmanna. Verk Laaksonen hafa verið sýnd á listasöfnum um allan heim. Tom of Finland verður ein burðarmynda á sérstökum finnskum fókus á RIFF í ár. Í tengslum við sýningu myndarinnar á RIFF verður einnig sett upp sýning með teikningum Laaksonen í Háskólabíó á meðan hátíðinni stendur en RIFF fer fram dagana 28. september til 8. október. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin Tom of Finland hefur verið útnefnd sem framlag Finnlands til óskarsverðlauna. Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar og fari það svo að myndin hljóti tilnefningu ættu íslendingar sinn fulltrúa á rauða dreglinum. Ingvar Þórðarson er einn framleiðanda myndarinnar og þá er Hildur Guðnadóttir aðaltónskáld myndarinnar. Hefur tónlistin í Tom of Finland hlotið mikið lof gangrýnenda. Myndinni hefur gengið vel á kvikmyndahátíðum og hlaut m.a. FIPRESCI-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og er tilnefnd af Evrópsku kvikmyndaakademíunni sem besta evrópska myndin fyrir árið 2017. Pekka Strang fer með titilhlutverkið í myndinni. Brautryðjandi í ímyndarsköpun samkynhneigðra Tom of Finland er ævisöguleg kvikmynd um listamanninn Touko Laaksonen, sem öðlaðist heimsfrægð á 8. og 9. áratugi síðustu aldar fyrir teikningar sínar en fram að því höfðu verk hans farið víða meðal samkynhneigðra sem þurftu þá að glíma við ströng skilyrði ritskoðunar, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hann var ofsóttur fyrir kynhneigð sína í heimalandi sínu í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar en seinna höfðu teikningar hans mikil áhrif á ímyndarsköpun og tísku samkynhneigðra karlmanna. Verk Laaksonen hafa verið sýnd á listasöfnum um allan heim. Tom of Finland verður ein burðarmynda á sérstökum finnskum fókus á RIFF í ár. Í tengslum við sýningu myndarinnar á RIFF verður einnig sett upp sýning með teikningum Laaksonen í Háskólabíó á meðan hátíðinni stendur en RIFF fer fram dagana 28. september til 8. október.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira