Körfubolti

Hörður Axel: Stoltur af okkur

Hörður í baráttunni í kvöld
Hörður í baráttunni í kvöld vísir/epa
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag.

„Við lofuðum sjálfum okkur að koma út og vera agressívir báðu megin á vellinum. Það er það sem stendur upp úr fyrir mér,” sagði Hörður Axel í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í leikslok.

„Það var einnig í þriðja leikhluta þar sem við héldum áfram að ýta á gasið sem hefur verið dálítið okkar akkilesarhæll; að koma flatir út í þriðja leikhluta. Ég er stoltur af okkur í dag.”

Íslenska liðið var meðal annars yfir í þriðja leikhluta, en þá fékk finnska liðið ódýr vítaköst og körfu góða. Einnig fengu þeir svo tæknivillu og settu þrist. Hörður segir það hafi verið ákveðinn vendipunkt.

„Þeir settu stór skot og sóknin sem þeir settu sjö stig í einni sókn var rándýr. Þeir fengu víti, tæknivillu og þrist. Það er rosalega dýrt í svona leikjum.”

Hörður segir að það hafi verið mikilvægt fyrir íslensku drengina að klára mótið á svona hörkuleik þar sem þeir gáfu algjörlega allt sitt og rúmlega það.

„Ég held að það hafi bara verið mest fyrir sálina á okkur, að vera í leik allan tímann þar sem við erum búnir að vera stefna á í öllum leikjunum, en einhvernveginn fór það ekki þannig.”

„Samt sem áður er ég stoltur af því að við höfum alltaf haldið áfram í öllum leikjunum þó að úrslitin hafi ekki verið þau sem við vildum,” sagði Hörður ákveðinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×