Barnið og baðvatnið Frosti Logason skrifar 7. september 2017 06:00 Eitt af því áhugaverðasta við mannkynssöguna er tilhneiging hennar til að endurtaka sig. Þrátt fyrir ríkan vilja til að læra af mistökum virðumst við nauðbeygð til að brenna okkur aftur og aftur. Lengi vel var einn stærsti lærdómur tuttugustu aldarinnar sá að ekki borgaði sig að henda út mannréttindum einstaklinga fyrir æðri markmið göfugrar hugmyndafræði. Það var kallað að kasta barninu út með baðvatninu. Kommúnistar voru með göfugan ásetning um víðtækan jöfnuð fyrir alla. Þar nægði ekki að tækifærin yrðu aðgengileg öllum heldur skyldi útkoman öll vera sú sama. Það leiddi óhjákvæmilega til þess að sum svín urðu jafnari en önnur eins og Orwell lýsti svo vel í sögunni af Dýrabæ. Þeir sem tilheyrðu ákveðinni stétt manna, sem átti einhverjar eignir, voru skyndilega orðnir óvinir baráttunnar fyrir bættara samfélagi. Forréttindapésar sem nauðsynlega þurfti að svipta réttindum sínum. Allt fyrir hinn göfuga málstað. Nú erum við aftur komin á þann stað að hóphyggjan hefur leitt til þess að sumir eru orðnir jafnari en aðrir. Meira að segja manneskja sem haldin er banvænum sjúkdómi á lokastigi er smánuð vegna þess hóps sem hún tilheyrir. Hins meinta forréttindahóps sem baráttan kallar eftir að verði settur á sinn stað. Þetta er ótrúlega áhugavert. Því rétt eins og nasistarnir í SS sveitunum, sem skörtuðu hauskúpulógói á einkennisbúningum sínum, átta hinir velviljuðu baráttumenn fyrir meintu jafnrétti sig ekki á hvorum megin þeir raunverulega standa. Þeir er að sjálfsögðu sannfærðir um að þeir séu í góða liðinu. Enda málstaðurinn ekkert minna en stórkostlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Eitt af því áhugaverðasta við mannkynssöguna er tilhneiging hennar til að endurtaka sig. Þrátt fyrir ríkan vilja til að læra af mistökum virðumst við nauðbeygð til að brenna okkur aftur og aftur. Lengi vel var einn stærsti lærdómur tuttugustu aldarinnar sá að ekki borgaði sig að henda út mannréttindum einstaklinga fyrir æðri markmið göfugrar hugmyndafræði. Það var kallað að kasta barninu út með baðvatninu. Kommúnistar voru með göfugan ásetning um víðtækan jöfnuð fyrir alla. Þar nægði ekki að tækifærin yrðu aðgengileg öllum heldur skyldi útkoman öll vera sú sama. Það leiddi óhjákvæmilega til þess að sum svín urðu jafnari en önnur eins og Orwell lýsti svo vel í sögunni af Dýrabæ. Þeir sem tilheyrðu ákveðinni stétt manna, sem átti einhverjar eignir, voru skyndilega orðnir óvinir baráttunnar fyrir bættara samfélagi. Forréttindapésar sem nauðsynlega þurfti að svipta réttindum sínum. Allt fyrir hinn göfuga málstað. Nú erum við aftur komin á þann stað að hóphyggjan hefur leitt til þess að sumir eru orðnir jafnari en aðrir. Meira að segja manneskja sem haldin er banvænum sjúkdómi á lokastigi er smánuð vegna þess hóps sem hún tilheyrir. Hins meinta forréttindahóps sem baráttan kallar eftir að verði settur á sinn stað. Þetta er ótrúlega áhugavert. Því rétt eins og nasistarnir í SS sveitunum, sem skörtuðu hauskúpulógói á einkennisbúningum sínum, átta hinir velviljuðu baráttumenn fyrir meintu jafnrétti sig ekki á hvorum megin þeir raunverulega standa. Þeir er að sjálfsögðu sannfærðir um að þeir séu í góða liðinu. Enda málstaðurinn ekkert minna en stórkostlegur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun