Körfubolti

Riðlakeppninni á EM lokið | Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristaps Porzingis, stórstjarna lettneska liðsins, heldur dauðahaldi í boltann.
Kristaps Porzingis, stórstjarna lettneska liðsins, heldur dauðahaldi í boltann. vísir/getty
Riðlakeppninni á EM í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Kristaps Porzingis, leikmaður New York Knicks, leiddi Letta til sigurs á Tyrkjum, 89-79, í D-riðli. Með sigrinum tryggði Lettland sér 2. sætið í riðlinum. Tyrkland endaði í því fjórða.

Porzingis skoraði 28 stig, tók sjö fráköst, stal boltanum tvisvar og varði fjögur skot. Þá hitti hann úr níu af 15 skotum sínum utan af velli og nýtti öll sjö vítaskotin sín.

Cedi Osman skoraði 24 stig fyrir Tyrki og Melih Mahmutoglu 19.

Í síðasta leik C-riðils vann Svartfjallaland Rúmeníu, 86-69. Svartfellingar enduðu í 3. sæti riðilsins en Rúmenar í því sjötta og neðsta.

Útsláttarkeppnin hefst á laugardaginn. Hún verður leikin í Istanbúl í Tyrklandi.

Þessi lið mætast í 16-liða úrslitunum:

9. september:

Þýskaland - Frakkland

Slóvenía - Úkraína

Litháen - Grikkland

Finnland - Ítalía

10. september:

Spánn - Tyrkland

Lettland - Svartfjallaland

Króatía - Rússland

Serbía - Ungverjaland


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×