Jóhann settur af við gerð Blade Runner Benedikt Bóas skrifar 8. september 2017 13:30 Ryan Gosling, aðalstjarnan í myndinni, ásamt leikkonunum Ana de Armas og Mackenzie Davis NordicPhotos/Getty Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty
Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira