Röndóttur bolur og fjölnota samfestingur í dressi vikunnar Ritstjórn skrifar 8. september 2017 15:00 Þá er komið að dressi vikunnar hjá Glamour, þar sem allar flíkur eru undir 10 þúsund krónum. Við ætlum að hafa þetta sportlegt og frjálst að þessu sinni, en við erum í svo góðu skapi útaf dýrindis veðrinu í Reykjavík síðustu daga. Samfestingurinn er frá Vero Moda, og kostar 4.690 krónur. Það er mikið notagildi í þessari flík, því hægt er að nota hann við strigaskó eða háa skó. Það er flott að fara í bol, hvort sem hann er munstraður eða ekki, og alveg jafn flott að nota samfestinginn bara einan og sér. Pokinn er frá Nomess og fæst í Akkúrat. Hann kostar ekki nema 1.550 krónur, og getur haldið skipulagi á öllu dótinu okkar. Bolurinn er frá Maison Labiche og fæst í Geysi. Hann kostar 5.800 krónur. Skórnir eru frá Zöru og eru á 4.595 krónur. Mest lesið Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Senuþjófar tískuvikunnar Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Sjóðandi heitur dregill á frumsýningu 50 Shades Darker Glamour Í Converse á rauða dreglinum Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour Áberandi yfirhafnir sjóðandi heitar í Kaupmannahöfn Glamour
Þá er komið að dressi vikunnar hjá Glamour, þar sem allar flíkur eru undir 10 þúsund krónum. Við ætlum að hafa þetta sportlegt og frjálst að þessu sinni, en við erum í svo góðu skapi útaf dýrindis veðrinu í Reykjavík síðustu daga. Samfestingurinn er frá Vero Moda, og kostar 4.690 krónur. Það er mikið notagildi í þessari flík, því hægt er að nota hann við strigaskó eða háa skó. Það er flott að fara í bol, hvort sem hann er munstraður eða ekki, og alveg jafn flott að nota samfestinginn bara einan og sér. Pokinn er frá Nomess og fæst í Akkúrat. Hann kostar ekki nema 1.550 krónur, og getur haldið skipulagi á öllu dótinu okkar. Bolurinn er frá Maison Labiche og fæst í Geysi. Hann kostar 5.800 krónur. Skórnir eru frá Zöru og eru á 4.595 krónur.
Mest lesið Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Senuþjófar tískuvikunnar Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Sjóðandi heitur dregill á frumsýningu 50 Shades Darker Glamour Í Converse á rauða dreglinum Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour Áberandi yfirhafnir sjóðandi heitar í Kaupmannahöfn Glamour