Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur Guðný Hrönn skrifar 30. ágúst 2017 09:45 Júlía hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að minnka matarsóun á heimilinu. VÍSIR/ANTON BRINK Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann Matur Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann
Matur Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira