Tónlist

Tónleikum Fleet Foxes á Íslandi fækkað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Drengirnir í sveitinni Fleet Foxes.
Drengirnir í sveitinni Fleet Foxes. Vísir/Getty
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun hljómsveitin Fleet Foxes aðeins koma fram á einum tónleikum á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í ár. Fyrirhuguðum tónleikum þann 3. nóvember hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Airwaves.

Miðar sem nú þegar hafa verið seldir á þessa tónleika gilda á tónleikana 4. nóvember. Þeir miðahafar sem ekki geta nýtt sér miða á þá tónleika geta fengið endurgreiðslu með því að snúa sér til miðasölu Hörpu.

Afhending miða á Fleet Foxes tónleikana til Iceland Airwaves miðahafa mun fara fram eins og áður var auglýst í Media Center hátíðarinnar í Hörpu laugardaginn 4. nóvember kl. 15.

Ásgeir mun koma fram á föstudeginum 3. nóvember í Eldborg. Miðahafhending á þá tónleika fer fram í Hörpu frá kl. 16 á miðvikudeginum 1. nóvember. 

Að neðan má sjá upptöku frá flutningi Fleet Foxes í stúdíói KEXP í Seattle í maí. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.