Grínleikarinn Jerry Lewis er fallinn frá níutíu og eins árs að aldri.
Lewis var þekktastur fyrir leik sinn í Bell Boy, Cinterfella og The Nutty Professor og The King of Comedy. Um tíma var hann hæst launaður leikara í Hollywood.
Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að Lewis hafi á seinni árum fallið úr náðinni hjá þorra fólks eftir að hann hafði í frammi ósmekklegar fullyrðingar sem vörðuðu kynþætti. Þá aðhylltist grínistinn stjórnmálaskoðanir yst til hægri á hinu pólitíska litrófi.

