Déjà vu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Það kallast víst déjà vu, þegar séð, þegar manni finnst eins og hann hafi séð eitthvað eða upplifað áður en samtímis eins og upplifunin sé ný. Upp á síðkastið hafa slík atvik orðið sífellt tíðari í lífi mínu. „En pabbi, ég er ekki að detta,“ sagði fjögurra ára sonur minn við mig á dögunum þegar ég bað hann vinsamlegast um að hætta að príla í stóru reynitré sem prýðir garð langömmu hans. Hann gæti dottið. Er ég var yngri varði ég stundum heilu dögunum í þessu sama tré og yfirleitt endaði það þannig að amma, afi eða foreldrar mínir æptu á mig að koma niður á jörðina á stundinni. Sjálfur skildi ég aldrei þessa móðursýki í þeim. Ég var ekki að gera neitt hættulegt. Það var dauð grein þarna efst í trénu og hana þurfti nauðsynlega að fjarlægja. Það að stífla bæjarlækinn var einnig nauðsynlegt og ekki máttu skurðirnir vera óhreinir. Reiðhjólahjálmur var óþarfur því ég datt hvort sem er aldrei. Og af hverju máttu ekki allir dagar vera nammidagar og ís í eftirrétt? Þegar ég yrði stór ætlaði ég sko alltaf að borða skyndibita og þegar ég yrði pabbi fengju börnin mín alltaf að vera í tölvunni og gera það sem þau vildu. Það hefur allt saman brugðist. Déjà vu með skiptum litum kýs ég að kalla það. „Nei, ég þarf að bursta þínar tennur.“ „Það er ekki tölva í boði.“ Ég segi orðin en eyrun heyra rödd foreldranna. Andlit afkvæmisins endurspeglar sama skilningsleysi á óréttlæti heimsins og ég sjálfur þoldi ekki forðum. Djöfuls. Mamma og pabbi höfðu kannski rétt fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Það kallast víst déjà vu, þegar séð, þegar manni finnst eins og hann hafi séð eitthvað eða upplifað áður en samtímis eins og upplifunin sé ný. Upp á síðkastið hafa slík atvik orðið sífellt tíðari í lífi mínu. „En pabbi, ég er ekki að detta,“ sagði fjögurra ára sonur minn við mig á dögunum þegar ég bað hann vinsamlegast um að hætta að príla í stóru reynitré sem prýðir garð langömmu hans. Hann gæti dottið. Er ég var yngri varði ég stundum heilu dögunum í þessu sama tré og yfirleitt endaði það þannig að amma, afi eða foreldrar mínir æptu á mig að koma niður á jörðina á stundinni. Sjálfur skildi ég aldrei þessa móðursýki í þeim. Ég var ekki að gera neitt hættulegt. Það var dauð grein þarna efst í trénu og hana þurfti nauðsynlega að fjarlægja. Það að stífla bæjarlækinn var einnig nauðsynlegt og ekki máttu skurðirnir vera óhreinir. Reiðhjólahjálmur var óþarfur því ég datt hvort sem er aldrei. Og af hverju máttu ekki allir dagar vera nammidagar og ís í eftirrétt? Þegar ég yrði stór ætlaði ég sko alltaf að borða skyndibita og þegar ég yrði pabbi fengju börnin mín alltaf að vera í tölvunni og gera það sem þau vildu. Það hefur allt saman brugðist. Déjà vu með skiptum litum kýs ég að kalla það. „Nei, ég þarf að bursta þínar tennur.“ „Það er ekki tölva í boði.“ Ég segi orðin en eyrun heyra rödd foreldranna. Andlit afkvæmisins endurspeglar sama skilningsleysi á óréttlæti heimsins og ég sjálfur þoldi ekki forðum. Djöfuls. Mamma og pabbi höfðu kannski rétt fyrir sér.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun