Endurgerir klassíska Nike-skó Ritstjórn skrifar 21. ágúst 2017 15:04 Glamour/Skjáskot Hinn 36 ára Virgil Abloh ætlar í samstarfi við Nike að endurgera eða betrumbæta tíu týpur af Nike strigaskóm, bæði klassískum og nýjum. Virgil Abloh er listrænn stjórnandi og hönnuður vinsæla tískuhússins Off White, en komst fyrst fram á sjónarsviðið sem listrænn ráðgjafi Kanye West. Off White hefur á stuttum tíma orðið mjög áberandi í tískuheiminum. Nike skórnir sem Virgil mun endurgera eru þeir klassísku Air Jordan 1, Air Max 90, Air Max 97, Blazer, Hyperdunk og Air Force 1. Einnig á þessum lista eru nýrri týpur eins og AirVaporMax, Air Presto, Zoom VaporFly en einnig Converse Chuck Taylor All-Stars, sem eru framleiddir af Nike. Línan ber nafnið The Ten: Icons Reconstructed by Virgil Abloh, og kemur í búðir í Nóvember. Hins vegar munu nokkrar týpur koma í valdar Nike-búðir í September. Virgil er menntaður arkitekt, og þótti þetta verkefni mjög spennandi fyrir vikið, og hugsaði mikið um hvernig skórnir eru teknir í sundur og settir saman aftur. Mikið er um samstörf í tískuheiminum um þessar mundir, en við erum ekki frá því að þetta samstarf kemur með ferskan andblæ inn í haustið. Hér má sjá nánar um samstarfið. The Ten: Nike Air Max 97Glamour/SkjáskotThe Ten: Converse Chuck TaylorGlamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air VaporMaxGlamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air Jordan 1Glamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air PrestoGlamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air Max 90Glamour/SkjáskotThe Ten: Nike React Hyperdunk 2017Glamour/Skjáskot Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour
Hinn 36 ára Virgil Abloh ætlar í samstarfi við Nike að endurgera eða betrumbæta tíu týpur af Nike strigaskóm, bæði klassískum og nýjum. Virgil Abloh er listrænn stjórnandi og hönnuður vinsæla tískuhússins Off White, en komst fyrst fram á sjónarsviðið sem listrænn ráðgjafi Kanye West. Off White hefur á stuttum tíma orðið mjög áberandi í tískuheiminum. Nike skórnir sem Virgil mun endurgera eru þeir klassísku Air Jordan 1, Air Max 90, Air Max 97, Blazer, Hyperdunk og Air Force 1. Einnig á þessum lista eru nýrri týpur eins og AirVaporMax, Air Presto, Zoom VaporFly en einnig Converse Chuck Taylor All-Stars, sem eru framleiddir af Nike. Línan ber nafnið The Ten: Icons Reconstructed by Virgil Abloh, og kemur í búðir í Nóvember. Hins vegar munu nokkrar týpur koma í valdar Nike-búðir í September. Virgil er menntaður arkitekt, og þótti þetta verkefni mjög spennandi fyrir vikið, og hugsaði mikið um hvernig skórnir eru teknir í sundur og settir saman aftur. Mikið er um samstörf í tískuheiminum um þessar mundir, en við erum ekki frá því að þetta samstarf kemur með ferskan andblæ inn í haustið. Hér má sjá nánar um samstarfið. The Ten: Nike Air Max 97Glamour/SkjáskotThe Ten: Converse Chuck TaylorGlamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air VaporMaxGlamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air Jordan 1Glamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air PrestoGlamour/SkjáskotThe Ten: Nike Air Max 90Glamour/SkjáskotThe Ten: Nike React Hyperdunk 2017Glamour/Skjáskot
Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour