Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 23:00 Mick og Michael Schumacher. Mynd/Samsett/Getty Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. Mick Schumacher er átján ára gamall og að feta sig upp metorðalistann sem ökumaður. Hann keppir nú í formúlu þrjú eftir að hafa byrjað í formúlu fjögur. Mick mun setjast upp í Benetton-bílinn sem föður hans varð heimsmeistari á árið 1994 og mun fara á honum nokkra hringi til að minnast fyrsta sigurs Michaels Schumacher fyrir 25 árum. Það var ekki hægt að nota bílinn sem Michaels Schumacher notaði til að vinna belgíska kappaksturinn 1992 þar sem hann er ekki í ökuhæfu ástandi. Sabine Kehm, umboðsmaður feðganna, staðfesti þetta við Reuters, en faðirinn er enn að glíma við eftirmála þess að hafa dottið illa á höfuðið á skíðum árið 2013. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari á sínum tíma en fyrsti sigur hans í formúlu eitt kom í belgíska kappakstrinum 30. ágúst 1992. Michael Schumacher var þá 23 ára gamall en á sínu öðru tímabili í Formúlu eitt. Schumacher vann 90 formúlu eitt keppnir til viðbótar sem er met. Schumacher varð fyrst heimsmeistari 1994 með Benetton. Hann var einnig árið eftir og svo fimm ár í röð með Ferrari frá 2000 til 2003. Schumacher hætti árið 2006 en snéri síðan aftur og keppti fyrir Mercedes frá 2010 til 2012. Michael Schumacher var aldrei betri en í belgíska kappakstrinum sem hann vann alls sex sinnum á ferlinum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. Mick Schumacher er átján ára gamall og að feta sig upp metorðalistann sem ökumaður. Hann keppir nú í formúlu þrjú eftir að hafa byrjað í formúlu fjögur. Mick mun setjast upp í Benetton-bílinn sem föður hans varð heimsmeistari á árið 1994 og mun fara á honum nokkra hringi til að minnast fyrsta sigurs Michaels Schumacher fyrir 25 árum. Það var ekki hægt að nota bílinn sem Michaels Schumacher notaði til að vinna belgíska kappaksturinn 1992 þar sem hann er ekki í ökuhæfu ástandi. Sabine Kehm, umboðsmaður feðganna, staðfesti þetta við Reuters, en faðirinn er enn að glíma við eftirmála þess að hafa dottið illa á höfuðið á skíðum árið 2013. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari á sínum tíma en fyrsti sigur hans í formúlu eitt kom í belgíska kappakstrinum 30. ágúst 1992. Michael Schumacher var þá 23 ára gamall en á sínu öðru tímabili í Formúlu eitt. Schumacher vann 90 formúlu eitt keppnir til viðbótar sem er met. Schumacher varð fyrst heimsmeistari 1994 með Benetton. Hann var einnig árið eftir og svo fimm ár í röð með Ferrari frá 2000 til 2003. Schumacher hætti árið 2006 en snéri síðan aftur og keppti fyrir Mercedes frá 2010 til 2012. Michael Schumacher var aldrei betri en í belgíska kappakstrinum sem hann vann alls sex sinnum á ferlinum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira