Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 12:15 Kolfinna er miður sín að þurfa taka myndbandið út. vísir „Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr. Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
„Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30