Freydís Björg er mætt fyrir utan H&M og ætlar að bíða í sólarhring í röðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 13:50 Eins og sjá má á niðurtalningunni fyrir aftan Freydísi er enn tæpur sólahringur í opnun H&M. Vísir/Sylvía Rut „Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“ H&M Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
„Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“
H&M Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira