Stefán Árni Pálsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir ræddu við tvær fremstu konurnar í röðinni, auk þess sem tískusérfræðingarnir Lína Birgitta og Stefán John Turner ræddu komu H&M til landsins.
Undir lok útsendingarinnar var síðan spjallað við Filip Ekvall, svæðisstjóra H&M á Norðurlöndunum.
Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir, sem hvað þekktastar eru sem tvíeykið Þær Tvær, héldu uppi fjörinu og starfsmenn H&M stigu trylltan dans skömmu áður en verslunin loks opnaði.
Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni.