Hjartað slær Magnús Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, þegar hún greindi frá því í viðtali við Kópavogspóstinn að hún hafi ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Ástæðuna segir Theodóra vera að þingið virðist henni vera óskilvirk málstofa þar sem mál eru ekki rædd með það að markmiði að komast að eins farsælli niðurstöðu og mögulegt er, heldur eru afgreidd eftir að þau koma úr ráðuneytum fyrir ríkisstjórn. Sitt sýnist hverjum um þessa ákvörðun Theodóru. En eitt er víst að þarna lýsir hún íslenskri stjórnmálamenningu og ástandi sem þjóðin hefur lengi verið meðvituð um, en enn ekki áorkað að breyta. Meirihlutinn ver sínar eigin hugmyndir, auk þess að hafna öllu sem kemur frá minnihlutanum, á kostnað faglegrar og uppbyggilegrar umræðu samfélaginu til góðs. Þessi þjösnalega og frumstæða stjórnmálamenning hefur lengi verið vandamál og eftir efnahagshrunið sá þjóðin afleiðingarnar. Valdhafar sátu á upplýsingum og gáfu þannig ekki færi á samræðu til þess að leita lausna og var á endanum vísað út af þjóðinni með skít og skömm. Þessir atburðir urðu til þess að upp spruttu nýjar stjórnmálahreyfingar með nýjar hugmyndir sem höfðu það jafnvel að aðalstefnumáli að breyta þessu. Að breyta íslenskri stjórnmálamenningu til hins betra og leysa þjóðina undan ánauð ráðherra- og þingmeirihlutavalds. Að afleggja fúskið sem felst í því að á stundum finnst manni eins og þingmeirihlutinn gæti allt eins verið úti á golfvelli og greitt atkvæði í gegnum símann því svo lítið fer fyrir eiginlegri samræðu. Björt framtíð, flokkur Theodóru, var einmitt svona stjórnmálaafl sem vildi bæta stjórnmálamenninguna. En vandinn er að það reynir aldrei á raunverulegan vilja til breytinga fyrr en flokkur er kominn í meirihluta. Og það sem er raunalegast af öllu er að það er vandfundinn sá flokkur sem hefur jafn snarlega aðlagað sig gömlu stjórnmálamenningunni á Alþingi og Björt framtíð. Öllum málum sem stjórnarandstaðan hefur tekið upp á Alþingi til þessa hefur verið hafnað á leifturhraða og þar hefur Theodóra S. Þorsteinsdóttir ekki látið sitt eftir liggja. Það má því vel halda því fram að það sé virðingavert hjá Theodóru að viðurkenna ástandið og yfirgefa skútuna. En í því eru auðvitað í fólgin uppgjöf og ákveðin svik við þá kjósendur sem kusu hana einmitt til þess að hafna fúskinu og breyta íslenskri stjórnmálamenningu til hins betra. Staðurinn til þess er fyrst og fremst á Alþingi Íslendinga og möguleikarnir til þess eru alltaf meiri fyrir þá þingmenn sem tilheyra meirihlutanum. Það eru því vonbrigði að Theodóra kjósi að gefast upp en ætli sér samt ekki að gera það fyrr en henni sjálfri hentar. Vonbrigði að hennar pólitíska hjarta slái aðeins fyrir Kópavog en ekki þá sem komu henni á þing og þjóðina sem þarf svo sárlega á bættri stjórnmálamenningu að halda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, þegar hún greindi frá því í viðtali við Kópavogspóstinn að hún hafi ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Ástæðuna segir Theodóra vera að þingið virðist henni vera óskilvirk málstofa þar sem mál eru ekki rædd með það að markmiði að komast að eins farsælli niðurstöðu og mögulegt er, heldur eru afgreidd eftir að þau koma úr ráðuneytum fyrir ríkisstjórn. Sitt sýnist hverjum um þessa ákvörðun Theodóru. En eitt er víst að þarna lýsir hún íslenskri stjórnmálamenningu og ástandi sem þjóðin hefur lengi verið meðvituð um, en enn ekki áorkað að breyta. Meirihlutinn ver sínar eigin hugmyndir, auk þess að hafna öllu sem kemur frá minnihlutanum, á kostnað faglegrar og uppbyggilegrar umræðu samfélaginu til góðs. Þessi þjösnalega og frumstæða stjórnmálamenning hefur lengi verið vandamál og eftir efnahagshrunið sá þjóðin afleiðingarnar. Valdhafar sátu á upplýsingum og gáfu þannig ekki færi á samræðu til þess að leita lausna og var á endanum vísað út af þjóðinni með skít og skömm. Þessir atburðir urðu til þess að upp spruttu nýjar stjórnmálahreyfingar með nýjar hugmyndir sem höfðu það jafnvel að aðalstefnumáli að breyta þessu. Að breyta íslenskri stjórnmálamenningu til hins betra og leysa þjóðina undan ánauð ráðherra- og þingmeirihlutavalds. Að afleggja fúskið sem felst í því að á stundum finnst manni eins og þingmeirihlutinn gæti allt eins verið úti á golfvelli og greitt atkvæði í gegnum símann því svo lítið fer fyrir eiginlegri samræðu. Björt framtíð, flokkur Theodóru, var einmitt svona stjórnmálaafl sem vildi bæta stjórnmálamenninguna. En vandinn er að það reynir aldrei á raunverulegan vilja til breytinga fyrr en flokkur er kominn í meirihluta. Og það sem er raunalegast af öllu er að það er vandfundinn sá flokkur sem hefur jafn snarlega aðlagað sig gömlu stjórnmálamenningunni á Alþingi og Björt framtíð. Öllum málum sem stjórnarandstaðan hefur tekið upp á Alþingi til þessa hefur verið hafnað á leifturhraða og þar hefur Theodóra S. Þorsteinsdóttir ekki látið sitt eftir liggja. Það má því vel halda því fram að það sé virðingavert hjá Theodóru að viðurkenna ástandið og yfirgefa skútuna. En í því eru auðvitað í fólgin uppgjöf og ákveðin svik við þá kjósendur sem kusu hana einmitt til þess að hafna fúskinu og breyta íslenskri stjórnmálamenningu til hins betra. Staðurinn til þess er fyrst og fremst á Alþingi Íslendinga og möguleikarnir til þess eru alltaf meiri fyrir þá þingmenn sem tilheyra meirihlutanum. Það eru því vonbrigði að Theodóra kjósi að gefast upp en ætli sér samt ekki að gera það fyrr en henni sjálfri hentar. Vonbrigði að hennar pólitíska hjarta slái aðeins fyrir Kópavog en ekki þá sem komu henni á þing og þjóðina sem þarf svo sárlega á bættri stjórnmálamenningu að halda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. ágúst.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun