Er líf án gemsa? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Í febrúar síðastliðnum varð ég fyrir því láni að tína gemsanum mínum. Ég var á ferðalagi þegar ég áttaði mig á því að hann var ekki í vasanum og taldi ég hann bíða mín heima. Ég var því búinn að vera í gemsaleysisaðlögun í nokkra daga þegar mér varð loksins ljóst að hann væri örugglega í höndum vandalausra. Ég gat ekki á heilum mér tekið. Ég ætlaði þá að leggjast í rómantískar hugrenningar um þær ánægjulegu stundir sem ég hafði átt með þessum fyrrum förunaut þegar ég loks áttaði mig á því að þetta tól hafði gert lítið annað en að pirra mig í gegnum tíðina. Samt sem áður hafði ég haldið tryggð við það, borgað meðlag með því og fætt á rafmagni um langa tíð. Hins vegar virðist fólk eiga mjög bágt þegar ég segi því af missinum. Það fær létt áfall fyrir mína hönd og heldur því blákalt fram að ekki sé hægt að lifa án gemsa. Vilja menn gefa mér gamla gemsa og í raun vaða eld og brennistein svo ég endurheimti tólið atarna. Þegar ég afþakka allt saman veldur það þeim átakanlegum kvíða. Af hverju er það? Til að svara því verð ég að minnast þess þegar ég fylgdi Loga vini mínum eitt sinn á grímuball þegar við vorum pollar. Ég var í mínum hversdagsklæðum en hann var uppábúinn eins og Ívan Rebroff. Honum leið ankannalega og reyndi því að fá mig til að fara í loðkápuna hennar mömmu til að vera ekki einn í afbrigðum. Er það ekki einhvern veginn þannig sem þessu gemsafólki líður þegar gemsalaus maður horfir á það endalaust þukla skjá og bera hann við vanga sinn meðan lífið líður hjá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun
Í febrúar síðastliðnum varð ég fyrir því láni að tína gemsanum mínum. Ég var á ferðalagi þegar ég áttaði mig á því að hann var ekki í vasanum og taldi ég hann bíða mín heima. Ég var því búinn að vera í gemsaleysisaðlögun í nokkra daga þegar mér varð loksins ljóst að hann væri örugglega í höndum vandalausra. Ég gat ekki á heilum mér tekið. Ég ætlaði þá að leggjast í rómantískar hugrenningar um þær ánægjulegu stundir sem ég hafði átt með þessum fyrrum förunaut þegar ég loks áttaði mig á því að þetta tól hafði gert lítið annað en að pirra mig í gegnum tíðina. Samt sem áður hafði ég haldið tryggð við það, borgað meðlag með því og fætt á rafmagni um langa tíð. Hins vegar virðist fólk eiga mjög bágt þegar ég segi því af missinum. Það fær létt áfall fyrir mína hönd og heldur því blákalt fram að ekki sé hægt að lifa án gemsa. Vilja menn gefa mér gamla gemsa og í raun vaða eld og brennistein svo ég endurheimti tólið atarna. Þegar ég afþakka allt saman veldur það þeim átakanlegum kvíða. Af hverju er það? Til að svara því verð ég að minnast þess þegar ég fylgdi Loga vini mínum eitt sinn á grímuball þegar við vorum pollar. Ég var í mínum hversdagsklæðum en hann var uppábúinn eins og Ívan Rebroff. Honum leið ankannalega og reyndi því að fá mig til að fara í loðkápuna hennar mömmu til að vera ekki einn í afbrigðum. Er það ekki einhvern veginn þannig sem þessu gemsafólki líður þegar gemsalaus maður horfir á það endalaust þukla skjá og bera hann við vanga sinn meðan lífið líður hjá?
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun