Hagnaður af sölu BMW hærri en hjá Benz og Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2017 09:51 BMW 7-línan. Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent
Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent