Werner Herzog heiðursgestur á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 20:00 Werner Herzog verður heiðursgestur RIFF 2017 Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn" RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn"
RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19