Spennuspillir! Þið þekkið þetta. Hunskist ef þið viljið ekki vita neitt um Game of Thrones. Hér að neðan verður spáð sérstaklega í fimmta þætti sjöundu þáttaraðar, sem sýndur var nú á mánudaginn. En það verður þó víða komið við í bæði sjónvarpsþáttunum og bókunum. Fortíðin verður skoðuð og spáð í framtíðina. VARÚÐ. Þetta stöff er ekki fyrir viðkvæma! via GIPHY Fyrst vil ég byrja á því að biðjast afsökunar. Ég átti erfitt með að hemja mig og þessi grein er mjög löng. Ég vona að þið hafið þolinmæði í þetta en það var ansi mikið af upplýsingum troðið í þennan þátt. Vonandi hafið þið gagn af og jafnvel eitthvað gaman :) Nokkur atriði til að byrja á: Það fyrsta sem ég vil segja er: Bronn er að fara að deyja. Því miður. Ég er handviss um það. Hitt: Gendry er mættur aftur! Hvern hefði grunað? Jei! Samt ekki. Já, og meðan ég man. Jon Snow er ekki Jon Snow, né Jon Sands (fæddist í Dorne). Hann er Jon Targaryen, lögmætur erfingi Rhaegar Targaryen (bróður Daenerys) og Samwell Tarly er á leiðinni norður með sönnunina. Þar sem hann er ekki bastarður er mögulegt tilkall Jon til krúnunnar er í raun sterkara en tilkall Daenerys. Eitt enn: Samwell er eini eftirlifandi meðlimur Tarlyættarinnar og þá mögulegur lávarður Horn Hill. Hver veit, kannski endar hann sem stjórnandi alls Reach-ins. Það eru bara tveir þættir eftir! En förum í byrjunina og komum aftur og nánar að punktunum og mörgu öðru seinna. Hasarinn í fimmta þætti var lítill sem enginn en þrátt fyrir það gerðist ansi margt í þessum þætti. Þvílíkir sundmenn Jaime Lannister er ekki dauður. Bronn bjargaði honum frá því að verða Drogon að bráð og á einhvern hátt tókst þeim að synda í kafi um það bil hálfan kílómetra niður á. Með því snilldarbragði komust þeir hjá því að vera handsamaðir af þeim þúsundum Dothraki, sem héldu sig greinilega allir á sama blettinum. Engum þeirra datt í hug að fara aðeins niður með ánni og skoða hvort að einhverjir hermenn hefðu mögulega stungið sér í hana til þess að forðast eldinn frá Drogon.Það sem ég er að reyna að segja: Þetta virkar smá sloppy. Ég sé þetta svona fyrir mér: Rödd eitt: „Svo sekkur Jaime og þannig endum við fjórða þátt. Sá fimmti byrjar á því að Bronn bjargar honum úr ánni.“ Rödd tvö (og jafnvel rödd skynseminnar): „Verða þeir þá ekki bara handsamaðir?“ Rödd eitt: „Nei. Þeir kafa bara, annar með eina hendi heila, með gullstykki á hinni og í fullum herklæðum, niður ánna og sleppa þannig. Fokk it. Höfum það bara þannig.“Bronn má samt eiga það, að hann kann að komast að kjarna málsins.Við fengum einnig að sjá örlög Tarly feðganna, Randyll og Dickon (ég á aldrei eftir að geta hætt að flissa að þessu). Þetta fór frekar illa fyrir þá allt saman. Þeir hefðu kannski átt að halda sig við Olennu Tyrell og ekki snúast gegn henni fyrir Cersei Lannister. Daenerys ræddi við þá fanga sem lifðu orrustuna frá því í síðasta þætti af, með eitursvalan Drogon sér að baki. Hún útskýrði á mjög málefnalegan hátt að hún væri ekki þarna til þess að drepa þá eða brenna heimili þeirra. Hún sagði Cersei vera vondu konuna og að hún sjálf ætlaði að frelsa íbúa Westeros. Því ættu þeir að ganga til liðs við hana. Ef þeir vildu ekki gera það myndi hún brenna þá. Hmm? Þetta meikar lítið sens. Hún hlítur samt að vita hvað hún er að gera. Tarly feðgarnir neituðu. Randyll vildi samt ekki í fyrstu að Dickon (ég gerði það aftur) myndi deyja og hvatti hann til þess að ganga til liðs við Dany. Hann neitaði og Randyll virtist stoltur af stráknum. Drogon brenndi þá og allir þeir sem höfðu þrjóskast við fóru á hnéin.Tilboð Dany virtist þó ekkert svo slæmt. Hún ætlaði ekki að taka lönd þeirra af þeim eða neitt slíkt. Randyll stóð jafnvel til boða að fara norður og klæðast skikkju Nights Watch. Hann neitaði því og þegar til stóð að drepa hann, bauð Dickon (Þarna tókst það) sig fram einnig. Þeim feðgunum tókst einhvern veginn að ná allra verstu útkomunni sem þeir gátu. Ekki gott það. En Randyll virtist mega rasisti, þannig að... Samwell Tarly er nú síðasti meðlimur fjölskyldunnar. Meira um það hér neðar.Snældugeðveik Jaime heimsótti systur sína. Hún virkaði frekar reið. Hann reyndi að sannfæra hana um að þau gætu ekki unnið stríð gegn Daenerys. Það væri ómögulegt og það er líklega rétt hjá honum. Hún væri ekki að binda hendur sínar varðandi almenna borgara og að brenna ekki borgir, gæti hún valtað yfir gervalla heimsálfuna. Þá sagði Jaime systur/konu sinni frá því að Olenna hefði eitrað fyrir Joffrey, syni þeirra. Cersei virkaði meira reið við það og þá sérstaklega yfir því að hafa veitt Olennu sársaukalausan dauðdaga. Hún er yndi. Henni tókst að skjóta aðeins á bróðir/mann sinn. „Við berjumst og deyjum eða gefumst upp og deyjum. Ég veit hvert val mitt er. Hermaður ætti að vita það líka.“ Sú tilfinning hefur verið að aukast að samband þeirra sé í smá vandræðum og ekki hjálpaði þetta til. Seinna í þættinum sáum við Cersei og Qyburn vera að laumupúkast eitthvað. Þegar þau hvísla er einhver að fara að deyja. Þau eru bæði mjög geðveik og ill. Jaime hafði þá nýlokið við fund sinn með Tyrion, sem Bronn plataði hann til að mæta á. Þar hafði Tyrion stungið upp á vopnahléi og fundi Cersei og Daenerys. Þau þyrftu að sameinast gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Cersei vissi samt af fundinum og sagði að Bronn hefði svikið Jaime og í raun að Jaime hefði svikið sig. Cersei er að verða sífellt meira nojuð.Cersei kom Jaime mjög á óvart og sagði honum að hún væri ólétt. Það var að öllum líkindum lygi. Hún veit að Jaime er með áhyggjur og hún veit af brestunum í sambandi þeirra. Hún er að ljúga til að tryggja það að Jaime gefist upp á henni. Samt ekki. Ég er í smá basli með þetta.Það er til ákveðinn spádómur varðandi Cersei, börnin hennar og dauða hennar.Þegar Cersei var ung fór hún til nornar sem einhverra hluta vegna hét Maggy froskur. Sú norn beitti blóðgöldrum og spáði fyrir Cersei.Cersei spurði: „Hvenær mun ég giftast prinsinum?“ Svarið var: „Aldrei. Þú munt giftast konungnum.“Cersei var mega skotin í Rhaegar Targaryen á sínum yngri árum. Tywin stakk eitt sinn upp á því við Aerys Hinn óða að þau giftust en konungurinn hafnaði því. Eftir uppreisn Robert Baratheon giftist Cersei honum, en hann var þá orðinn konungur.Cersei spurði einnig: „Munum við eignast börn?“ Svarið var: „Ójá. Hann mun eignast sextán og þú þrjú.“ Við það bætti nornin að öll börnin hennar þrjú myndu deyja.Joffrey, Myrcella og Tommen eru öll dáin. Þau voru ekki börn Robert og Cersei heldur Cersei og Jaime. Robert eignaðist einnig heilan haug af bastörðum.Eða hvað? Á hinn bóginn hlustaði ég mjög vel á hvað Qyburn var að segja við hana þegar Jaime labbaði inn. „I could give you something“, eða „ég gæti gefið þér eitthvað“. Það fær mig til að hugsa að þau hafi í raun verið að ræða um það að hún væri í raun ólétt og þau hafi verið að ræða um morgunógleði. Þrátt fyrir að Qyburn sé hardcore drullusokkur, þá er hann lærður maester. Maesterar hafa mjög oft tekið á móti börnum hefðarfrúa (munið þetta) og eru margir þeirra þjálfaðir í því og lyfjagjöf, svo eitthvað sé nefnt. Qyburn kann kannski að búa til uppvakninga úr risastórum mönnum sem eru drepnir með eitri og stungnir á hol, en það er ekkert sem bendir til þess að hann viti ekki helling um barneignir og óléttur. Sama hvort það er, þá tel ég engar líkur á því að þetta barn muni fæðast. Kannski mun Jaime þurfa að drepa ólétta systur sína. Það væri svolítið Game Of Thrones.Bronn í bullandi vandræðum Varðandi Bronn tel ég líklegt að Cersei muni drepa hann og það verði stráið sem braut bakið á kameldýrinu, eins og þeir orða það í eyðimörkinni. Það verði til þess að hann snúist loksins gegn henni.Cersei sagðist hafa áttað sig á því að það væri réttast að sækjast eftir vopnahléi við Daenerys. Sem hljómar einhvern veginn hræðilega. „Ef við ætlum að sigra hana verðum við að vera snjöll. Berjast gegn henni á sama hátt og faðir okkar hefði gert.“ Það eru til nokkrar sögur um það hvernig Tywin Lannister barðist gegn óvinum sínum og engin þeirra lofar góðu fyrir Daenerys.Grimmur gaur Þegar Tywin var ungur var Lannisterættin ekki mjög kröftug. Faðir Tywin, hann Tytos, var veiklyndur maður sem hlegið var að um Vesturlönd Westeros. Hann átti erfitt með að segja nei við nokkurn mann og lánaði peninga út um allt sem ekki voru greiddir til baka. Á sínum yngri árum tók Tywin þátt í stríði Ninepenny konunganna og þar varð hann í rauninni alger nagli. Þegar hann sneri heim tilkynnti hann föður sínum að hann ætlaði að byggja ættina upp að nýju og hananú. Hann fór fram á greiðslur lána og sendi bróðir sinn Kevan með fimm hundruð riddara til að stöðva alla ribbalda sem héldu til á yfirráðasvæði Lannisterættarinnar í kjölfar stríðsins. Margir lávarðar Vesturlandanna neituðu að borga lán sín. Aðrir sem gátu það ekki þurftu að senda fjölskyldumeðlimi sína til Casterly Rock í gíslingu þar til lánin yrðu greidd. Til deilna kom og tvær ættir stóðu hvað mest í hárinu á Tywin. House Tarbeck og House Reyne. Tywin sendi bréf til beggja ættanna og skipaði forsvarsmönnum þeirra að koma til Casterly Rock og svara fyrir glæpi sína. Báðir neituðu. Hann vissi þó að þeir myndu neita og hafði safnað saman her áður en hann sendi bréfin. Um leið og svörin bárust réðst Tywin gegn báðum ættunum. Tywin drap alla meðlimi ættanna beggja og rústaði köstulum þeirra. Lagði Rains of Castamere var samið um það hvernig Tywin fór með House Reyne. Það voru fáir sem stóðu í hárinu á honum eftir það. Orðatiltækið „Lannister borgar alltaf sínar skuldir“ fékk líka aðra og dekkri merkingu.Þá má ekki gleyma því hvernig Tywin skipulagði Rauða brúðkaupið og hvernig hann plataði Aerys og tók Kings Landing á sínum tíma. Hann var undirförull tussull. Þannig að þegar Cersei, sem er mjög klikkuð, segist vilja berjast eins og pabbi sinn, þá boðar það ekki gott fyrir neinn.Systur deilaArya Stark virðist ekki vera sátt við systur sína Sönsu. Þá varð Arya vitni að því að lávarðar Norðursins og Vale væru að ýja að því að Sansa ætti að stjórna Norðrinu. Sansa afþakkaði pent, en Arya varð reið og vildi höggva nokkra hausa af búkum. Ég er eiginlega með henni í liði. Þessir gaurar virðast velja sér konunga allt of auðveldlega. Arya njósnaði um helvítið hann Littlefinger og fann bréf. Þetta bréf skrifaði Sansa í fyrstu þáttaröðinni eftir að Eddard Stark var handtekinn. Cersei þvingaði Sönsu til að skrifa bréfið þar sem hún sagði Robb, sem var á leið suður með her, að faðir þeirra væri svikari og hefði reynt að stela konungsætinu sjálfur. Hún bað Robb um að koma til Kings Landing og lýsa yfir hollustu við drullusokkinn Joffrey. Littlefinger var staddur í herberginu þegar Sansa var þvinguð til að skrifa bréfið og vissi nákvæmlega hvað stóð í því. Hann var að leika sér að Aryu og vildi að hún sæi bréfið.Þá er eðlilegt að spyrja sig: Til hvers? Ég held að svarið sé í grunninn einfalt eins og alltaf þegar Littlefinger gerir eitthvað. Arya veit ekki að Sansa var neydd til þess að skrifa bréfið og Littlefinger er að reyna að reka fleyg á milli Sönsu og Aryu og kannski Bran. Hann er að skapa glundroða og ætlar sér að græða á þeim glundroða. „Glundroði er stigi“. Á hinn bóginn þá veit Littlefinger ekki hvað Arya getur gert og það sama má segja um Bran. Það er ekki víst að hann skilji hvað hann sé að eiga við. Ofan á það, þá hitti Arya Littlefinger eftir að hún flúði frá Kings Landing. Þegar hún þjónaði Tywin í Harrenhal. Þangað kom Littlefinger til að ræða við Tywin og Arya var í herberginu. Hún veit að hann er drullusokkur. Sömuleiðis gæti verið að Arya og Sansa séu að vinna saman að því að gabba Littlefinger en það þykir mér ólíklegra. Þetta verður að koma í ljós. Það eina sem ég vona er að Littlefinger verði drepinn í þessari þáttaröð.HUGE FRÉTTIR Samwell Tarly er búinn að gefast upp á maesterunum í Oldtown og er á leiðinni Norður.Maesterarnir eru aular. Þeir eru sagðir hafa unnið markvisst að því að ganga frá göldrum og notendum galdra í hundruð ára. Þeir eru jafnvel taldir hafa staðið að útrýmingu drekanna á sínum tíma. Það hefur komið fram að þegar drekarnir hennar Daenerys fæddust jukust galdrakraftar í heiminum. Hér er ágætis lesning um hvað maesterarnir hafa gert og hvernig þeir reyndu mögulega að þurrka út Targaryenættina. Samwell tók þó með sér haug af bókum og er einmitt líka með sverð Tarly fjölskyldunnar. Það er úr stáli frá Valyria og á eftir að koma sér vel gegn hinum dauðu og Hvítgenglunum. Forsvarsmenn Game of Thrones laumuðu þó í okkur mjög svo mikilvægum upplýsingum í atriðinu þar sem Gilly var að lesa um hægðir High Septon Maynard og fjölda þrepa í The Citadel. 15.782 skref, fyrir forvitna. Það er töluvert og samt eru eiginlega bara gamlir karlar þarna. Hvernig fara þeir eiginlega að þessu?Í dagbók sinni sagði Maynard sem sagt frá því að hann hefði ógilt hjónaband Rhaegar Targaryen og Eliu Martell. Þá sagðist Maynard hafa gift Rhaegar í leyniathöfn í Dorne. Búið er að koma fram að Rhaegar og Lyanna Stark séu foreldrar Jon Snow, en þetta þýðir að hann sé ekki bastarður og að Rhaegar rændi henni ekki og hélt henni ekki fangri í Turni gleðinnar. Þess í stað er Jon lögmætur erfingi Rhaegar og því er krafa hans á krúnuna í raun sterkari en Daenerys. Það sem meira er. Svo virðist sem að Samwell sé með sönnunina í höndunum og hann er á leiðinni norður. Sönnunin er kannski ekki dagbók Maynard, en eins og ég nefndi áðan, maesterar taka á móti börnum hefðarfrúa og maesterar skrifa allan andskotann niður. Einhvers staðar er sönnunin.Sönnun er nauðsynleg Allt frá því að Jon sendi Samwell suður til þess að læra að verða maester hef ég velt fyrir mér tilganginum með því. Það tekur mörg, mörg ár að læra að verða maester og mér fannst ótrúlegt að Samwell myndi eyða því sem eftir var af bókunum og þáttunum í að endurskrifa gamlar bækur og skeina gömlum körlum. Sérstaklega eftir að hann stal sverðinu af föður sínum í Horn Hill. Hann var aldrei að fara að hanga með það fyrir sunnan. Það voru nokkrir möguleikar sem komu til greina. Einn var að Samwell myndi finna eitthvað sem myndi nýtast gegn Hvítgenglunum, sem hann og gerði, þegar hann fann upplýsingarnar um hrafntinnuna undir Dragonstone. Annar möguleiki var að hann myndi finna upplýsingar og jafnvel sönnun um hver Jon Snow væri í raun og veru. Sú sönnun hefur alltaf þurft að vera til staðar. Þó að Bran kæmi skríðandi til Winterfell og myndi tilkynna Jon og öllum lávörðum Norðursins að hann væri sonur Rhaegar, þá myndi ekki nokkur maður trúa honum. Það þurfti sönnun.Ég hef leitað og leitað í því sem ég hef skrifað um Game of Thrones en mér sýnist ég ekkert hafa skrifað um þessa kenningu mína. (Maður verður að fá að monta sig þegar maður nær einhverju rétt!) Ég hef þó talað um hana lengi við alla þá sem vilja hlusta og marga aðra sem hafa engu fengið um það ráðið. Ef þið neitið enn að trúa mér getið þið sent tölvupósta á Jóhann Óla og Þórgný Einar; joli@365.is og thorgnyr@frettabladid.is. Þeir geta staðfest að ég sé ekki að ljúga. Eða það er eins gott.Hvað heitir Jon?Þá er spurning hvað Jon heitir í raun og veru. Þegar Ned fann Lyönnu þá hvíslaði hún nafni Jon að honum. Bran „var þarna“ svo hann veit nafnið mögulega. Eða það gæti verið skrifað í dagbók Maynard, eða einhverja aðra bók. Það verður spennandi að sjá. Einhverjir mestu hugsuðir okkar tíma, notendur Reddit, eru sannfærðir um að svarið sé Jaeherys Targaryen.Drekinn hefur þrjú höfuð - Mögulega mikilvægt Rhaeger Targaryen var ljúfur og flottur strákur. Hann var ekki mikið fyrir að skylmast og slík læti og vildi frekar lesa og hann gerði mikið af því. Þá var hann nokkurs konar rokkstjarna sinnar tíðar og spilaði eins og engill á hörpu. Einn daginn las hann hins vegar eitthvað sem sannfærði hann um að hann þyrfti að verða mikill stríðsmaður. Hann varð fljótt einn besti stríðsmaður Westeros. Þegar Rhaeger Targaryen fæddist voru meðlimir Targaryen ættarinnar orðnir mjög fáir. Þeir reyndu að halda blóðlínu sinni hreinni með því að giftast hvort öðru, (Svo eru allir fúlir út í Jaime og Cersei) en ekkert gekk að finna eiginkonu fyrir Rhaegar með blóði Valyria, þó leitað hafi verið alla leið til Essos. Á endanum giftist hann Eliu Martell. Saman eignuðust þau tvö börn. Rhaenys og Aegon. Eftir að Aegon fæddist var Rhaegar tilkynnt að Elia myndi ekki lifa annan barnsburð af. Rhaegar taldi lengi að hann yrði The Prince that was promised eða Azor Ahai. Þá komum við að svolitlu merkilegu. Þegar Daenerys var í Qarth fór hún inn í hús sem kallast House of the Undying og þar bjuggu galdrakarlar. Í bókunum og þáttunum sá Dany ýmsar sýnir en þær voru fleiri í bókunum. Þar sá hún Rhaegar og Eliu tala um Aegon. Rhaegar sagði: „Konungur gæti ekki borið betra nafn.“ Elia spurði hvort Rhaegar ætlaði að semja lag fyrir Aegon og hann svaraði: „Hann á lag. Hann er prinsinn sem var lofað (ömurleg þýðing) og lag hans er lag íss og elds (A song of ice and fire). Það verður að vera einn enn. Drekinn hefur þrjú höfuð.“ Þar kemur Lyanna að sögunni þar sem Elia gat ekki lifað af annan barnsburð. Líklegt þykir að Rhaegar hafi lesið spádóminn um prinsinn/Azor Ahai og þess vegna ákveðið að verða stríðsmaður. Hér er áhugavert útskýringarmyndband um spádóminn og um hverja hann fjallar mögulega.Rhaenys og Aegon voru þó bæði drepin af Gregor Clegane, eða Fjallinu, sem Rhaegar sjálfur hafði gert að riddara. Það gerði Gregor þegar her Tywin Lannister tók Kings Landing við endalok uppreisnar Robert. Hann myrti börnin mjög grimmilega og nauðgaði og drap Eliu líka. Þess vegna vildi Oberyn Martell endilega berjast við hann í þriðju þáttaröð. Til að hefna systur sinnar.Í bókunum er Aegon þó mögulega á lífi. Það er ekki alveg á hreinu.Jon er því eina barn Rhaegar sem er eftirlifandi, í þáttunum allavega. Drekinn hefur þó þrjú höfuð og það gæti vel verið að Azor Ahai, sem á að berjast gegn Löngu nóttinni (Hvítgenglum) sé í raun þrjár manneskjur. Daenerys á einmitt þrjá dreka og í þáttunum vitum við að það eru minnst tveir Targaryen á lífi. Jon og Daenerys. Til er langlíf kenning um að Tyrion sé sonur Aerys Hins óða og sjá má ítarlega útskýringu á þeirri kenningu hér. Þá erum við komin með þrjár manneskjur sem eru með Targaryen blóð í æðunum og þrjá dreka. Það eru ákveðnir möguleikar í því. Varðandi orð Rhaegar um Aegon, sem Daenerys sá hann segja við Eliu. „Lag hans er lag íss og elds.“ Hvern gæti það fjallað betur um en Jon Snow? Sonur Rhaegar Targaryen (eldur) og Lyönnu Stark (ís). Þegar Melisandre lítur í eldinn til að fá sýnir frá R'hllor sér hún alltaf Jon Snow.Hann eiginlega bara hlítur að vera Azor Ahai. Tengingarnar eru allt of margar til að annað geti verið rétt. Rhaegar sá allavega tilefni til að gera Jon að lögmætum erfingja sínum.Talandi um Jon. Hann er kominn á bullandi séns með frænku sinni, strákurinn. Hann sló í gegn hjá Daenerys þegar hann klappaði Drogon. Drekar og Targaryenættin eiga í ákveðnu sambandi. Drogon skynjaði mögulega blóðlínu Rhaegar í Jon, róaðist og leyfði honum þess vegna að klappa sér. Það eru fáar blóðlínur eftir frá Valyria og skiptir það miklu máli. Frá því að Targaryenættin flúið frá Valyria með síðustu drekana með í för hafa nokkrir aðilar riðið drekum sem hafa ekki verið með Targaryenblóð í æðum sínum. Fleiri hafa þó endað í drekamaga við að reyna það. Í borgarastyrjöld Targaryenættarinnar, The Dance of Dragons, voru drekarnir fleiri en meðlimir fjölskyldunnar og því var hugrökkum mönnum boðið að reyna að komast á bak þeirra.Ég veit ekki með ykkur en við þessar aðstæður myndi ég væntanlega bregðast við eins og skáti í síðustu viku. Það fyrsta sem mér dytti í hug væri ekki að rífa af mér vettlinginn og klappa drekanum.Tyrion fékk þá „snilldarhugmynd“ (hann er ekki að standa sig vel í þeim þessa dagana) að fanga uppvakning og flytja hann til Kings Landing svo þau gætu gert vopnahlé við Cersei og barist saman gegn Hvítgenglunum. Jorah Mormont, sem er kominn aftur til Daenerys eftir að Samwell læknaði hann af Greyscale, tók það á sig að fara norður fyrir Vegginn og handsama eitt stykki lík og flytja það suður. Tilgangurinn er að sannfæra Cersei um að ógnin sé raunveruleg og ég geri ráð fyrir því að sannfæra þau sjálf einnig. Orð Jon Snow og teikningar í helli getur varla verið nóg. Að vissu leyti hefur þetta verið reynt áður. Þegar tveir meðlimir Nights watch, þeir Jafer Flowers og Othor, risu upp frá dauðum í Castle Black í fyrstu þáttaröð og reyndu að drepa Jeor Mormont var hendi eins þeirra send suður til Kings Landing í krukku.Ser Alliser Thorne, sá alræmdi fáviti og morðingi, fékk það hlutverk að flytja krukkuna. Þegar hann kom hafði hendinn þó rotnað svo mikið að hún hreyfðist ekki lengur og var tilgangslaus. Thorne ræddi einmitt við Tyrion og reyndi að sannfæra hann um að hinir dauðu væru á kreiki, en Tyrion beit ekki á agnið. Hinir dauðu halda í raun áfram að rotna eftir að Næturkonungurinn vekur þá upp, eins og sést á þeim beinagrindum sem fylgja hernum, en það gerist hægt og þá sérstaklega vegna kuldans. Þegar Thorne tók hendina suður fór hitinn mjög illa með hana.Það ætti þó að geta gengið betur í þetta skiptið þar sem allir virðast geta ferðast þvert um heiminn á einungis nokkrum dögum.Jon ákveður að leiða leiðangurinn norður fyrir Vegginn og fá Villimennina og Tormund til að hjálpa. Ser Davos reynir þó að tala hann af því.Jon tók með sér hann Gendry. Hann höfðum við ekki séð síðan í þriðju þáttaröð. Gendry er bastarður Robert Baratheon. Eddard Stark hitti hann í fyrstu þáttaröð þar sem hann var lærisveinn járnsmiðs og komst að því að hann væri sonur konungsins. Eftir að bæði Ned og Robert voru dauðir unnu Cersei og Joffrey að því að láta drepa öll óskilgetin börn konungsins. Það var slatti af þeim, en líklega voru þau sextán (sbr. spádóm Maggy frosks hér að ofan). Járnsmiðurinn sem Gendry vann hjá bjargaði honum og sendi hann norður með Yoren, útsendara Nights Watch. Þeim sama og bjargaði Aryu frá Kings Landing. Gendry og Arya urðu miklir vinir og enduðu bæði með Brotherhood without Banners, eftir að hermenn Joffrey drápu alla sem þau voru að ferðast með. Þeir voru að leita að Gendry. Brotherhood without Banners var einmitt stýrt af þeim Beric Dondarrion og Thoros of Myr, sem við hittum einnig aftur í lok þáttarins. Í stað þess að leyfa Gendry að ganga til liðs við þá, seldu þeir hann til Melisandre. Hún flutti Gendry til Dragonstone þar sem hann hitti Davos og þeir urðu fljótt góðir vinir. Melisandre tók blóð úr Gendry og fórnaði því á eldinn. Stannis bað til R'hllor og bað hann um að drepa þá Robb Stark, Joffrey Baratheon og Baleon Greyjoy. Þeir dóu allir.Uppfært: Fyrst stóð Renly Baratheon í stað Baleon Greyjoy, sem var rangt. Þegar Melisandre ætlaði að fórna Gendry með því að brenna hann lifandi bjargaði Davos honum með því að setja hann um borð í árabát og senda hann frá Dragonstone. Hann fór aftur til Kings Landing og faldi sig beint undir nefinu á Cersei.Gendry lærði í leiðinni að slást og beita stórum stríðshamri í átökum. Sem er skemmtileg tilviljun, því á yngri árum Robert Baratheon barðist hann einnig með stærðarinnar stríðshamri. Hann drap Rhaegar Targaryen með hamrinum sínum í orrustunni við Trident. Rhaegar er einmitt faðir Jon, en ekki Eddard eins og allir halda. Gendry stökk strax á það tækifæri að fara með Jon norður fyrir Vegginn að fanga lík. Það verður gaman að sjá hann sveifla hamrinum gegn hinum dauðu. Jon og Gendry virtust ná vel saman og gætu orðið heimsins bestu vinir, ef Gendry deyr ekki strax í næsta þætti.Ég er tilbúinn til að setja stórt EF á það. Fjöldi áhorfenda hafa kallað eftir endurkomu Gendry um langt skeið og marga langar að sjá hann enda á hásætinu. Mig grunar að með þessu séu forsvarsmenn Game of Thrones að vekja upp áhuga þeirra og gleði til þess eingöngu að berja þá niður aftur. Það væri klassískt Game of Thrones.Þegar Jon, Davos, Jorah og Gendry komu til Eastwatch by the Sea hittu þeir Tormund Giantsbane (eða BrienneBane), uppáhalds villinginn okkar. Honum leist ekki rassgat á þessa áætlun að ræna líki af Næturkonunginum en ætlar að hjálpa og fara með þeim. Það voru nokkrir til viðbótar sem ætla einnig að fara með þeim. Í dýflissu Eastwatch sátu þeir Thoros, Beric og Sandor Clegane. Þeir voru á leiðinni norður til að taka þátt í baráttunni gegn hinum dauðu og fóru til Eastwatch eftir að Sandor sá í eldi að hinir dauðu væru á leiðinni þangað.Aldrei breytast Tormund.Gendry hefur góða ástæðu til að hata þá Thoros og Beric. Tormund var reiður þegar hann komst að því að Jorah væri sonur Jeor Mormont, forvera Jon, og öllum virðist vera illa við alla. Samt þurfa þeir að vinna saman til að komast lifandi til baka. Jon virðist vera kominn með nokkurs konar A-team Westeros til þess að sækja lík. Sjö margfenglegir menn. Jon sjálfur, Jorah, Gendry, Tormund, Thoros, Beric og Sandor. Allir virðast frábærir bardagamenn, þó við vitum það ekki fyrir víst varðandi Gendry. Við höfum bara séð hann drepa tvo aula, sem voru væntanlega með standpínu, og kom hann þeim að óvörum. Þeim fylgja svo einhverjir óþekktir villingar, sem eru væntanlega með einhvers konar búr fyrir líkið lifandi. Það er nánast ómögulegt að þeir muni allir lifa af. Ef ég væri þvingaður til að giska myndi ég segja að þeir Beric og Thoros deyi pottþétt. Eins og sagt var við mig í gær: R'hllor er búinn að lífga Beric við oft til þess eins að hann komist þangað. Hann mun fórna sér einhvern veginn. (Gisk) Sandor held ég að lifi af, því hann á eftir að ganga frá líki bróður síns. Mig grunar að Gendry muni deyja og það sama má segja um Tormund. Okei. Það eina sem ég er viss um er að Sandor muni lifa af. Ég er ekki viss með Jon en ef hann deyr verð ég brjálaður.Ég sendi mjög harðort bréf til dagskrárdeildarinnar hérna niðri. Það er svo æðislegt við þessa þætti að geta aldrei verið viss.Þetta verður geggjað og í senn verður ömurlegt að bíða eftir þessu.Nokkrir punktar sem sitja eftir:---Ef þeim tekst að fanga lík þá stefnir allt í fund Daenerys, Jon og Cersei. Þar verða einnig Jaime, Tyrion og guð veit hverjir fleiri. Mig grunar að Sandor Clegane verði einn af þeim, ef hann lifir leiðangurinn af. Hver er það svo sem fylgir Cersei um hvert fótmál? Jú, mikið rétt. Líkið hans Gregor Clegane. Hvernig mun Sandor taka því að sjá lík bróður síns á sveimi? Jú, mikið rétt. Ekki vel. CLEGANEBOWL! JEI!---Er Tyrion ekki bara að vera fífl með að vilja gera frið við systur sína? Hún er klikkuð og stórhættuleg.---Daenerys spurði Jon út í hvað Davos átti við þegar hann sagði að Jon hefði verið „stunginn í hjartað“ fyrir fólk sitt. Hann reyndi að blaðra sig út úr því en hún spurði aftur. Áður en hann náði að svara kom Jorah og truflaði þau. Það vakti upp ákveðnar spurningar varðandi ástand Jon Snow. Var hann lífgaður við eða er hann ódauður? Er einhver líkamsstarfsemi í gangi? Eru sárin eftir að hann var myrtur horfin gróin? Beric Dondarrion hefur verið vakinn upp frá dauðum minnst sex sinnum. Sárin á honum virtust gróa þannig að líklegast er best að ætla að Jon hafi verið lífgaður við. Öfugt við fjallið til dæmis. Hann virðist vera ódauður og mögulega rotnandi.---Segjum sem svo að Jon og Daenerys enda einhvern veginn í Kings Landing sem konungur og drottning. Samwell gæti að þá mögulega stjórnað öllu Reach frá Horn Hill, sem eini núverandi karlkyns meðlmiur Tarlyættarinnar. Sömu sögu er að segja af Gendry. Þrátt fyrir að hann sé bastarður geta konungar og drottningar breytt því. Það er að segja af-bastarðað fólk, eins og Stannis bauðst einu sinni til að gera fyrir Jon. Af-bastarða hann og gefa honum Winterfell Gendry gæti þannig tekið við stjórn Stormlands. Þá gæti Sansa líkað stjórnað Norðrinu. Það verður gaman að sjá hvernig þetta endar, en það er ómögulegt að segja til um það.---Af hverju er enginn þeirra með húfu þegar þeir fara í gegnum vegginn? Þeir virðast ekki einu sinni vera með hettur. Stiklan fyrir næsta þátt, ef vilji er fyrir hendi. Hellingur af Íslandi. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól
Spennuspillir! Þið þekkið þetta. Hunskist ef þið viljið ekki vita neitt um Game of Thrones. Hér að neðan verður spáð sérstaklega í fimmta þætti sjöundu þáttaraðar, sem sýndur var nú á mánudaginn. En það verður þó víða komið við í bæði sjónvarpsþáttunum og bókunum. Fortíðin verður skoðuð og spáð í framtíðina. VARÚÐ. Þetta stöff er ekki fyrir viðkvæma! via GIPHY Fyrst vil ég byrja á því að biðjast afsökunar. Ég átti erfitt með að hemja mig og þessi grein er mjög löng. Ég vona að þið hafið þolinmæði í þetta en það var ansi mikið af upplýsingum troðið í þennan þátt. Vonandi hafið þið gagn af og jafnvel eitthvað gaman :) Nokkur atriði til að byrja á: Það fyrsta sem ég vil segja er: Bronn er að fara að deyja. Því miður. Ég er handviss um það. Hitt: Gendry er mættur aftur! Hvern hefði grunað? Jei! Samt ekki. Já, og meðan ég man. Jon Snow er ekki Jon Snow, né Jon Sands (fæddist í Dorne). Hann er Jon Targaryen, lögmætur erfingi Rhaegar Targaryen (bróður Daenerys) og Samwell Tarly er á leiðinni norður með sönnunina. Þar sem hann er ekki bastarður er mögulegt tilkall Jon til krúnunnar er í raun sterkara en tilkall Daenerys. Eitt enn: Samwell er eini eftirlifandi meðlimur Tarlyættarinnar og þá mögulegur lávarður Horn Hill. Hver veit, kannski endar hann sem stjórnandi alls Reach-ins. Það eru bara tveir þættir eftir! En förum í byrjunina og komum aftur og nánar að punktunum og mörgu öðru seinna. Hasarinn í fimmta þætti var lítill sem enginn en þrátt fyrir það gerðist ansi margt í þessum þætti. Þvílíkir sundmenn Jaime Lannister er ekki dauður. Bronn bjargaði honum frá því að verða Drogon að bráð og á einhvern hátt tókst þeim að synda í kafi um það bil hálfan kílómetra niður á. Með því snilldarbragði komust þeir hjá því að vera handsamaðir af þeim þúsundum Dothraki, sem héldu sig greinilega allir á sama blettinum. Engum þeirra datt í hug að fara aðeins niður með ánni og skoða hvort að einhverjir hermenn hefðu mögulega stungið sér í hana til þess að forðast eldinn frá Drogon.Það sem ég er að reyna að segja: Þetta virkar smá sloppy. Ég sé þetta svona fyrir mér: Rödd eitt: „Svo sekkur Jaime og þannig endum við fjórða þátt. Sá fimmti byrjar á því að Bronn bjargar honum úr ánni.“ Rödd tvö (og jafnvel rödd skynseminnar): „Verða þeir þá ekki bara handsamaðir?“ Rödd eitt: „Nei. Þeir kafa bara, annar með eina hendi heila, með gullstykki á hinni og í fullum herklæðum, niður ánna og sleppa þannig. Fokk it. Höfum það bara þannig.“Bronn má samt eiga það, að hann kann að komast að kjarna málsins.Við fengum einnig að sjá örlög Tarly feðganna, Randyll og Dickon (ég á aldrei eftir að geta hætt að flissa að þessu). Þetta fór frekar illa fyrir þá allt saman. Þeir hefðu kannski átt að halda sig við Olennu Tyrell og ekki snúast gegn henni fyrir Cersei Lannister. Daenerys ræddi við þá fanga sem lifðu orrustuna frá því í síðasta þætti af, með eitursvalan Drogon sér að baki. Hún útskýrði á mjög málefnalegan hátt að hún væri ekki þarna til þess að drepa þá eða brenna heimili þeirra. Hún sagði Cersei vera vondu konuna og að hún sjálf ætlaði að frelsa íbúa Westeros. Því ættu þeir að ganga til liðs við hana. Ef þeir vildu ekki gera það myndi hún brenna þá. Hmm? Þetta meikar lítið sens. Hún hlítur samt að vita hvað hún er að gera. Tarly feðgarnir neituðu. Randyll vildi samt ekki í fyrstu að Dickon (ég gerði það aftur) myndi deyja og hvatti hann til þess að ganga til liðs við Dany. Hann neitaði og Randyll virtist stoltur af stráknum. Drogon brenndi þá og allir þeir sem höfðu þrjóskast við fóru á hnéin.Tilboð Dany virtist þó ekkert svo slæmt. Hún ætlaði ekki að taka lönd þeirra af þeim eða neitt slíkt. Randyll stóð jafnvel til boða að fara norður og klæðast skikkju Nights Watch. Hann neitaði því og þegar til stóð að drepa hann, bauð Dickon (Þarna tókst það) sig fram einnig. Þeim feðgunum tókst einhvern veginn að ná allra verstu útkomunni sem þeir gátu. Ekki gott það. En Randyll virtist mega rasisti, þannig að... Samwell Tarly er nú síðasti meðlimur fjölskyldunnar. Meira um það hér neðar.Snældugeðveik Jaime heimsótti systur sína. Hún virkaði frekar reið. Hann reyndi að sannfæra hana um að þau gætu ekki unnið stríð gegn Daenerys. Það væri ómögulegt og það er líklega rétt hjá honum. Hún væri ekki að binda hendur sínar varðandi almenna borgara og að brenna ekki borgir, gæti hún valtað yfir gervalla heimsálfuna. Þá sagði Jaime systur/konu sinni frá því að Olenna hefði eitrað fyrir Joffrey, syni þeirra. Cersei virkaði meira reið við það og þá sérstaklega yfir því að hafa veitt Olennu sársaukalausan dauðdaga. Hún er yndi. Henni tókst að skjóta aðeins á bróðir/mann sinn. „Við berjumst og deyjum eða gefumst upp og deyjum. Ég veit hvert val mitt er. Hermaður ætti að vita það líka.“ Sú tilfinning hefur verið að aukast að samband þeirra sé í smá vandræðum og ekki hjálpaði þetta til. Seinna í þættinum sáum við Cersei og Qyburn vera að laumupúkast eitthvað. Þegar þau hvísla er einhver að fara að deyja. Þau eru bæði mjög geðveik og ill. Jaime hafði þá nýlokið við fund sinn með Tyrion, sem Bronn plataði hann til að mæta á. Þar hafði Tyrion stungið upp á vopnahléi og fundi Cersei og Daenerys. Þau þyrftu að sameinast gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Cersei vissi samt af fundinum og sagði að Bronn hefði svikið Jaime og í raun að Jaime hefði svikið sig. Cersei er að verða sífellt meira nojuð.Cersei kom Jaime mjög á óvart og sagði honum að hún væri ólétt. Það var að öllum líkindum lygi. Hún veit að Jaime er með áhyggjur og hún veit af brestunum í sambandi þeirra. Hún er að ljúga til að tryggja það að Jaime gefist upp á henni. Samt ekki. Ég er í smá basli með þetta.Það er til ákveðinn spádómur varðandi Cersei, börnin hennar og dauða hennar.Þegar Cersei var ung fór hún til nornar sem einhverra hluta vegna hét Maggy froskur. Sú norn beitti blóðgöldrum og spáði fyrir Cersei.Cersei spurði: „Hvenær mun ég giftast prinsinum?“ Svarið var: „Aldrei. Þú munt giftast konungnum.“Cersei var mega skotin í Rhaegar Targaryen á sínum yngri árum. Tywin stakk eitt sinn upp á því við Aerys Hinn óða að þau giftust en konungurinn hafnaði því. Eftir uppreisn Robert Baratheon giftist Cersei honum, en hann var þá orðinn konungur.Cersei spurði einnig: „Munum við eignast börn?“ Svarið var: „Ójá. Hann mun eignast sextán og þú þrjú.“ Við það bætti nornin að öll börnin hennar þrjú myndu deyja.Joffrey, Myrcella og Tommen eru öll dáin. Þau voru ekki börn Robert og Cersei heldur Cersei og Jaime. Robert eignaðist einnig heilan haug af bastörðum.Eða hvað? Á hinn bóginn hlustaði ég mjög vel á hvað Qyburn var að segja við hana þegar Jaime labbaði inn. „I could give you something“, eða „ég gæti gefið þér eitthvað“. Það fær mig til að hugsa að þau hafi í raun verið að ræða um það að hún væri í raun ólétt og þau hafi verið að ræða um morgunógleði. Þrátt fyrir að Qyburn sé hardcore drullusokkur, þá er hann lærður maester. Maesterar hafa mjög oft tekið á móti börnum hefðarfrúa (munið þetta) og eru margir þeirra þjálfaðir í því og lyfjagjöf, svo eitthvað sé nefnt. Qyburn kann kannski að búa til uppvakninga úr risastórum mönnum sem eru drepnir með eitri og stungnir á hol, en það er ekkert sem bendir til þess að hann viti ekki helling um barneignir og óléttur. Sama hvort það er, þá tel ég engar líkur á því að þetta barn muni fæðast. Kannski mun Jaime þurfa að drepa ólétta systur sína. Það væri svolítið Game Of Thrones.Bronn í bullandi vandræðum Varðandi Bronn tel ég líklegt að Cersei muni drepa hann og það verði stráið sem braut bakið á kameldýrinu, eins og þeir orða það í eyðimörkinni. Það verði til þess að hann snúist loksins gegn henni.Cersei sagðist hafa áttað sig á því að það væri réttast að sækjast eftir vopnahléi við Daenerys. Sem hljómar einhvern veginn hræðilega. „Ef við ætlum að sigra hana verðum við að vera snjöll. Berjast gegn henni á sama hátt og faðir okkar hefði gert.“ Það eru til nokkrar sögur um það hvernig Tywin Lannister barðist gegn óvinum sínum og engin þeirra lofar góðu fyrir Daenerys.Grimmur gaur Þegar Tywin var ungur var Lannisterættin ekki mjög kröftug. Faðir Tywin, hann Tytos, var veiklyndur maður sem hlegið var að um Vesturlönd Westeros. Hann átti erfitt með að segja nei við nokkurn mann og lánaði peninga út um allt sem ekki voru greiddir til baka. Á sínum yngri árum tók Tywin þátt í stríði Ninepenny konunganna og þar varð hann í rauninni alger nagli. Þegar hann sneri heim tilkynnti hann föður sínum að hann ætlaði að byggja ættina upp að nýju og hananú. Hann fór fram á greiðslur lána og sendi bróðir sinn Kevan með fimm hundruð riddara til að stöðva alla ribbalda sem héldu til á yfirráðasvæði Lannisterættarinnar í kjölfar stríðsins. Margir lávarðar Vesturlandanna neituðu að borga lán sín. Aðrir sem gátu það ekki þurftu að senda fjölskyldumeðlimi sína til Casterly Rock í gíslingu þar til lánin yrðu greidd. Til deilna kom og tvær ættir stóðu hvað mest í hárinu á Tywin. House Tarbeck og House Reyne. Tywin sendi bréf til beggja ættanna og skipaði forsvarsmönnum þeirra að koma til Casterly Rock og svara fyrir glæpi sína. Báðir neituðu. Hann vissi þó að þeir myndu neita og hafði safnað saman her áður en hann sendi bréfin. Um leið og svörin bárust réðst Tywin gegn báðum ættunum. Tywin drap alla meðlimi ættanna beggja og rústaði köstulum þeirra. Lagði Rains of Castamere var samið um það hvernig Tywin fór með House Reyne. Það voru fáir sem stóðu í hárinu á honum eftir það. Orðatiltækið „Lannister borgar alltaf sínar skuldir“ fékk líka aðra og dekkri merkingu.Þá má ekki gleyma því hvernig Tywin skipulagði Rauða brúðkaupið og hvernig hann plataði Aerys og tók Kings Landing á sínum tíma. Hann var undirförull tussull. Þannig að þegar Cersei, sem er mjög klikkuð, segist vilja berjast eins og pabbi sinn, þá boðar það ekki gott fyrir neinn.Systur deilaArya Stark virðist ekki vera sátt við systur sína Sönsu. Þá varð Arya vitni að því að lávarðar Norðursins og Vale væru að ýja að því að Sansa ætti að stjórna Norðrinu. Sansa afþakkaði pent, en Arya varð reið og vildi höggva nokkra hausa af búkum. Ég er eiginlega með henni í liði. Þessir gaurar virðast velja sér konunga allt of auðveldlega. Arya njósnaði um helvítið hann Littlefinger og fann bréf. Þetta bréf skrifaði Sansa í fyrstu þáttaröðinni eftir að Eddard Stark var handtekinn. Cersei þvingaði Sönsu til að skrifa bréfið þar sem hún sagði Robb, sem var á leið suður með her, að faðir þeirra væri svikari og hefði reynt að stela konungsætinu sjálfur. Hún bað Robb um að koma til Kings Landing og lýsa yfir hollustu við drullusokkinn Joffrey. Littlefinger var staddur í herberginu þegar Sansa var þvinguð til að skrifa bréfið og vissi nákvæmlega hvað stóð í því. Hann var að leika sér að Aryu og vildi að hún sæi bréfið.Þá er eðlilegt að spyrja sig: Til hvers? Ég held að svarið sé í grunninn einfalt eins og alltaf þegar Littlefinger gerir eitthvað. Arya veit ekki að Sansa var neydd til þess að skrifa bréfið og Littlefinger er að reyna að reka fleyg á milli Sönsu og Aryu og kannski Bran. Hann er að skapa glundroða og ætlar sér að græða á þeim glundroða. „Glundroði er stigi“. Á hinn bóginn þá veit Littlefinger ekki hvað Arya getur gert og það sama má segja um Bran. Það er ekki víst að hann skilji hvað hann sé að eiga við. Ofan á það, þá hitti Arya Littlefinger eftir að hún flúði frá Kings Landing. Þegar hún þjónaði Tywin í Harrenhal. Þangað kom Littlefinger til að ræða við Tywin og Arya var í herberginu. Hún veit að hann er drullusokkur. Sömuleiðis gæti verið að Arya og Sansa séu að vinna saman að því að gabba Littlefinger en það þykir mér ólíklegra. Þetta verður að koma í ljós. Það eina sem ég vona er að Littlefinger verði drepinn í þessari þáttaröð.HUGE FRÉTTIR Samwell Tarly er búinn að gefast upp á maesterunum í Oldtown og er á leiðinni Norður.Maesterarnir eru aular. Þeir eru sagðir hafa unnið markvisst að því að ganga frá göldrum og notendum galdra í hundruð ára. Þeir eru jafnvel taldir hafa staðið að útrýmingu drekanna á sínum tíma. Það hefur komið fram að þegar drekarnir hennar Daenerys fæddust jukust galdrakraftar í heiminum. Hér er ágætis lesning um hvað maesterarnir hafa gert og hvernig þeir reyndu mögulega að þurrka út Targaryenættina. Samwell tók þó með sér haug af bókum og er einmitt líka með sverð Tarly fjölskyldunnar. Það er úr stáli frá Valyria og á eftir að koma sér vel gegn hinum dauðu og Hvítgenglunum. Forsvarsmenn Game of Thrones laumuðu þó í okkur mjög svo mikilvægum upplýsingum í atriðinu þar sem Gilly var að lesa um hægðir High Septon Maynard og fjölda þrepa í The Citadel. 15.782 skref, fyrir forvitna. Það er töluvert og samt eru eiginlega bara gamlir karlar þarna. Hvernig fara þeir eiginlega að þessu?Í dagbók sinni sagði Maynard sem sagt frá því að hann hefði ógilt hjónaband Rhaegar Targaryen og Eliu Martell. Þá sagðist Maynard hafa gift Rhaegar í leyniathöfn í Dorne. Búið er að koma fram að Rhaegar og Lyanna Stark séu foreldrar Jon Snow, en þetta þýðir að hann sé ekki bastarður og að Rhaegar rændi henni ekki og hélt henni ekki fangri í Turni gleðinnar. Þess í stað er Jon lögmætur erfingi Rhaegar og því er krafa hans á krúnuna í raun sterkari en Daenerys. Það sem meira er. Svo virðist sem að Samwell sé með sönnunina í höndunum og hann er á leiðinni norður. Sönnunin er kannski ekki dagbók Maynard, en eins og ég nefndi áðan, maesterar taka á móti börnum hefðarfrúa og maesterar skrifa allan andskotann niður. Einhvers staðar er sönnunin.Sönnun er nauðsynleg Allt frá því að Jon sendi Samwell suður til þess að læra að verða maester hef ég velt fyrir mér tilganginum með því. Það tekur mörg, mörg ár að læra að verða maester og mér fannst ótrúlegt að Samwell myndi eyða því sem eftir var af bókunum og þáttunum í að endurskrifa gamlar bækur og skeina gömlum körlum. Sérstaklega eftir að hann stal sverðinu af föður sínum í Horn Hill. Hann var aldrei að fara að hanga með það fyrir sunnan. Það voru nokkrir möguleikar sem komu til greina. Einn var að Samwell myndi finna eitthvað sem myndi nýtast gegn Hvítgenglunum, sem hann og gerði, þegar hann fann upplýsingarnar um hrafntinnuna undir Dragonstone. Annar möguleiki var að hann myndi finna upplýsingar og jafnvel sönnun um hver Jon Snow væri í raun og veru. Sú sönnun hefur alltaf þurft að vera til staðar. Þó að Bran kæmi skríðandi til Winterfell og myndi tilkynna Jon og öllum lávörðum Norðursins að hann væri sonur Rhaegar, þá myndi ekki nokkur maður trúa honum. Það þurfti sönnun.Ég hef leitað og leitað í því sem ég hef skrifað um Game of Thrones en mér sýnist ég ekkert hafa skrifað um þessa kenningu mína. (Maður verður að fá að monta sig þegar maður nær einhverju rétt!) Ég hef þó talað um hana lengi við alla þá sem vilja hlusta og marga aðra sem hafa engu fengið um það ráðið. Ef þið neitið enn að trúa mér getið þið sent tölvupósta á Jóhann Óla og Þórgný Einar; joli@365.is og thorgnyr@frettabladid.is. Þeir geta staðfest að ég sé ekki að ljúga. Eða það er eins gott.Hvað heitir Jon?Þá er spurning hvað Jon heitir í raun og veru. Þegar Ned fann Lyönnu þá hvíslaði hún nafni Jon að honum. Bran „var þarna“ svo hann veit nafnið mögulega. Eða það gæti verið skrifað í dagbók Maynard, eða einhverja aðra bók. Það verður spennandi að sjá. Einhverjir mestu hugsuðir okkar tíma, notendur Reddit, eru sannfærðir um að svarið sé Jaeherys Targaryen.Drekinn hefur þrjú höfuð - Mögulega mikilvægt Rhaeger Targaryen var ljúfur og flottur strákur. Hann var ekki mikið fyrir að skylmast og slík læti og vildi frekar lesa og hann gerði mikið af því. Þá var hann nokkurs konar rokkstjarna sinnar tíðar og spilaði eins og engill á hörpu. Einn daginn las hann hins vegar eitthvað sem sannfærði hann um að hann þyrfti að verða mikill stríðsmaður. Hann varð fljótt einn besti stríðsmaður Westeros. Þegar Rhaeger Targaryen fæddist voru meðlimir Targaryen ættarinnar orðnir mjög fáir. Þeir reyndu að halda blóðlínu sinni hreinni með því að giftast hvort öðru, (Svo eru allir fúlir út í Jaime og Cersei) en ekkert gekk að finna eiginkonu fyrir Rhaegar með blóði Valyria, þó leitað hafi verið alla leið til Essos. Á endanum giftist hann Eliu Martell. Saman eignuðust þau tvö börn. Rhaenys og Aegon. Eftir að Aegon fæddist var Rhaegar tilkynnt að Elia myndi ekki lifa annan barnsburð af. Rhaegar taldi lengi að hann yrði The Prince that was promised eða Azor Ahai. Þá komum við að svolitlu merkilegu. Þegar Daenerys var í Qarth fór hún inn í hús sem kallast House of the Undying og þar bjuggu galdrakarlar. Í bókunum og þáttunum sá Dany ýmsar sýnir en þær voru fleiri í bókunum. Þar sá hún Rhaegar og Eliu tala um Aegon. Rhaegar sagði: „Konungur gæti ekki borið betra nafn.“ Elia spurði hvort Rhaegar ætlaði að semja lag fyrir Aegon og hann svaraði: „Hann á lag. Hann er prinsinn sem var lofað (ömurleg þýðing) og lag hans er lag íss og elds (A song of ice and fire). Það verður að vera einn enn. Drekinn hefur þrjú höfuð.“ Þar kemur Lyanna að sögunni þar sem Elia gat ekki lifað af annan barnsburð. Líklegt þykir að Rhaegar hafi lesið spádóminn um prinsinn/Azor Ahai og þess vegna ákveðið að verða stríðsmaður. Hér er áhugavert útskýringarmyndband um spádóminn og um hverja hann fjallar mögulega.Rhaenys og Aegon voru þó bæði drepin af Gregor Clegane, eða Fjallinu, sem Rhaegar sjálfur hafði gert að riddara. Það gerði Gregor þegar her Tywin Lannister tók Kings Landing við endalok uppreisnar Robert. Hann myrti börnin mjög grimmilega og nauðgaði og drap Eliu líka. Þess vegna vildi Oberyn Martell endilega berjast við hann í þriðju þáttaröð. Til að hefna systur sinnar.Í bókunum er Aegon þó mögulega á lífi. Það er ekki alveg á hreinu.Jon er því eina barn Rhaegar sem er eftirlifandi, í þáttunum allavega. Drekinn hefur þó þrjú höfuð og það gæti vel verið að Azor Ahai, sem á að berjast gegn Löngu nóttinni (Hvítgenglum) sé í raun þrjár manneskjur. Daenerys á einmitt þrjá dreka og í þáttunum vitum við að það eru minnst tveir Targaryen á lífi. Jon og Daenerys. Til er langlíf kenning um að Tyrion sé sonur Aerys Hins óða og sjá má ítarlega útskýringu á þeirri kenningu hér. Þá erum við komin með þrjár manneskjur sem eru með Targaryen blóð í æðunum og þrjá dreka. Það eru ákveðnir möguleikar í því. Varðandi orð Rhaegar um Aegon, sem Daenerys sá hann segja við Eliu. „Lag hans er lag íss og elds.“ Hvern gæti það fjallað betur um en Jon Snow? Sonur Rhaegar Targaryen (eldur) og Lyönnu Stark (ís). Þegar Melisandre lítur í eldinn til að fá sýnir frá R'hllor sér hún alltaf Jon Snow.Hann eiginlega bara hlítur að vera Azor Ahai. Tengingarnar eru allt of margar til að annað geti verið rétt. Rhaegar sá allavega tilefni til að gera Jon að lögmætum erfingja sínum.Talandi um Jon. Hann er kominn á bullandi séns með frænku sinni, strákurinn. Hann sló í gegn hjá Daenerys þegar hann klappaði Drogon. Drekar og Targaryenættin eiga í ákveðnu sambandi. Drogon skynjaði mögulega blóðlínu Rhaegar í Jon, róaðist og leyfði honum þess vegna að klappa sér. Það eru fáar blóðlínur eftir frá Valyria og skiptir það miklu máli. Frá því að Targaryenættin flúið frá Valyria með síðustu drekana með í för hafa nokkrir aðilar riðið drekum sem hafa ekki verið með Targaryenblóð í æðum sínum. Fleiri hafa þó endað í drekamaga við að reyna það. Í borgarastyrjöld Targaryenættarinnar, The Dance of Dragons, voru drekarnir fleiri en meðlimir fjölskyldunnar og því var hugrökkum mönnum boðið að reyna að komast á bak þeirra.Ég veit ekki með ykkur en við þessar aðstæður myndi ég væntanlega bregðast við eins og skáti í síðustu viku. Það fyrsta sem mér dytti í hug væri ekki að rífa af mér vettlinginn og klappa drekanum.Tyrion fékk þá „snilldarhugmynd“ (hann er ekki að standa sig vel í þeim þessa dagana) að fanga uppvakning og flytja hann til Kings Landing svo þau gætu gert vopnahlé við Cersei og barist saman gegn Hvítgenglunum. Jorah Mormont, sem er kominn aftur til Daenerys eftir að Samwell læknaði hann af Greyscale, tók það á sig að fara norður fyrir Vegginn og handsama eitt stykki lík og flytja það suður. Tilgangurinn er að sannfæra Cersei um að ógnin sé raunveruleg og ég geri ráð fyrir því að sannfæra þau sjálf einnig. Orð Jon Snow og teikningar í helli getur varla verið nóg. Að vissu leyti hefur þetta verið reynt áður. Þegar tveir meðlimir Nights watch, þeir Jafer Flowers og Othor, risu upp frá dauðum í Castle Black í fyrstu þáttaröð og reyndu að drepa Jeor Mormont var hendi eins þeirra send suður til Kings Landing í krukku.Ser Alliser Thorne, sá alræmdi fáviti og morðingi, fékk það hlutverk að flytja krukkuna. Þegar hann kom hafði hendinn þó rotnað svo mikið að hún hreyfðist ekki lengur og var tilgangslaus. Thorne ræddi einmitt við Tyrion og reyndi að sannfæra hann um að hinir dauðu væru á kreiki, en Tyrion beit ekki á agnið. Hinir dauðu halda í raun áfram að rotna eftir að Næturkonungurinn vekur þá upp, eins og sést á þeim beinagrindum sem fylgja hernum, en það gerist hægt og þá sérstaklega vegna kuldans. Þegar Thorne tók hendina suður fór hitinn mjög illa með hana.Það ætti þó að geta gengið betur í þetta skiptið þar sem allir virðast geta ferðast þvert um heiminn á einungis nokkrum dögum.Jon ákveður að leiða leiðangurinn norður fyrir Vegginn og fá Villimennina og Tormund til að hjálpa. Ser Davos reynir þó að tala hann af því.Jon tók með sér hann Gendry. Hann höfðum við ekki séð síðan í þriðju þáttaröð. Gendry er bastarður Robert Baratheon. Eddard Stark hitti hann í fyrstu þáttaröð þar sem hann var lærisveinn járnsmiðs og komst að því að hann væri sonur konungsins. Eftir að bæði Ned og Robert voru dauðir unnu Cersei og Joffrey að því að láta drepa öll óskilgetin börn konungsins. Það var slatti af þeim, en líklega voru þau sextán (sbr. spádóm Maggy frosks hér að ofan). Járnsmiðurinn sem Gendry vann hjá bjargaði honum og sendi hann norður með Yoren, útsendara Nights Watch. Þeim sama og bjargaði Aryu frá Kings Landing. Gendry og Arya urðu miklir vinir og enduðu bæði með Brotherhood without Banners, eftir að hermenn Joffrey drápu alla sem þau voru að ferðast með. Þeir voru að leita að Gendry. Brotherhood without Banners var einmitt stýrt af þeim Beric Dondarrion og Thoros of Myr, sem við hittum einnig aftur í lok þáttarins. Í stað þess að leyfa Gendry að ganga til liðs við þá, seldu þeir hann til Melisandre. Hún flutti Gendry til Dragonstone þar sem hann hitti Davos og þeir urðu fljótt góðir vinir. Melisandre tók blóð úr Gendry og fórnaði því á eldinn. Stannis bað til R'hllor og bað hann um að drepa þá Robb Stark, Joffrey Baratheon og Baleon Greyjoy. Þeir dóu allir.Uppfært: Fyrst stóð Renly Baratheon í stað Baleon Greyjoy, sem var rangt. Þegar Melisandre ætlaði að fórna Gendry með því að brenna hann lifandi bjargaði Davos honum með því að setja hann um borð í árabát og senda hann frá Dragonstone. Hann fór aftur til Kings Landing og faldi sig beint undir nefinu á Cersei.Gendry lærði í leiðinni að slást og beita stórum stríðshamri í átökum. Sem er skemmtileg tilviljun, því á yngri árum Robert Baratheon barðist hann einnig með stærðarinnar stríðshamri. Hann drap Rhaegar Targaryen með hamrinum sínum í orrustunni við Trident. Rhaegar er einmitt faðir Jon, en ekki Eddard eins og allir halda. Gendry stökk strax á það tækifæri að fara með Jon norður fyrir Vegginn að fanga lík. Það verður gaman að sjá hann sveifla hamrinum gegn hinum dauðu. Jon og Gendry virtust ná vel saman og gætu orðið heimsins bestu vinir, ef Gendry deyr ekki strax í næsta þætti.Ég er tilbúinn til að setja stórt EF á það. Fjöldi áhorfenda hafa kallað eftir endurkomu Gendry um langt skeið og marga langar að sjá hann enda á hásætinu. Mig grunar að með þessu séu forsvarsmenn Game of Thrones að vekja upp áhuga þeirra og gleði til þess eingöngu að berja þá niður aftur. Það væri klassískt Game of Thrones.Þegar Jon, Davos, Jorah og Gendry komu til Eastwatch by the Sea hittu þeir Tormund Giantsbane (eða BrienneBane), uppáhalds villinginn okkar. Honum leist ekki rassgat á þessa áætlun að ræna líki af Næturkonunginum en ætlar að hjálpa og fara með þeim. Það voru nokkrir til viðbótar sem ætla einnig að fara með þeim. Í dýflissu Eastwatch sátu þeir Thoros, Beric og Sandor Clegane. Þeir voru á leiðinni norður til að taka þátt í baráttunni gegn hinum dauðu og fóru til Eastwatch eftir að Sandor sá í eldi að hinir dauðu væru á leiðinni þangað.Aldrei breytast Tormund.Gendry hefur góða ástæðu til að hata þá Thoros og Beric. Tormund var reiður þegar hann komst að því að Jorah væri sonur Jeor Mormont, forvera Jon, og öllum virðist vera illa við alla. Samt þurfa þeir að vinna saman til að komast lifandi til baka. Jon virðist vera kominn með nokkurs konar A-team Westeros til þess að sækja lík. Sjö margfenglegir menn. Jon sjálfur, Jorah, Gendry, Tormund, Thoros, Beric og Sandor. Allir virðast frábærir bardagamenn, þó við vitum það ekki fyrir víst varðandi Gendry. Við höfum bara séð hann drepa tvo aula, sem voru væntanlega með standpínu, og kom hann þeim að óvörum. Þeim fylgja svo einhverjir óþekktir villingar, sem eru væntanlega með einhvers konar búr fyrir líkið lifandi. Það er nánast ómögulegt að þeir muni allir lifa af. Ef ég væri þvingaður til að giska myndi ég segja að þeir Beric og Thoros deyi pottþétt. Eins og sagt var við mig í gær: R'hllor er búinn að lífga Beric við oft til þess eins að hann komist þangað. Hann mun fórna sér einhvern veginn. (Gisk) Sandor held ég að lifi af, því hann á eftir að ganga frá líki bróður síns. Mig grunar að Gendry muni deyja og það sama má segja um Tormund. Okei. Það eina sem ég er viss um er að Sandor muni lifa af. Ég er ekki viss með Jon en ef hann deyr verð ég brjálaður.Ég sendi mjög harðort bréf til dagskrárdeildarinnar hérna niðri. Það er svo æðislegt við þessa þætti að geta aldrei verið viss.Þetta verður geggjað og í senn verður ömurlegt að bíða eftir þessu.Nokkrir punktar sem sitja eftir:---Ef þeim tekst að fanga lík þá stefnir allt í fund Daenerys, Jon og Cersei. Þar verða einnig Jaime, Tyrion og guð veit hverjir fleiri. Mig grunar að Sandor Clegane verði einn af þeim, ef hann lifir leiðangurinn af. Hver er það svo sem fylgir Cersei um hvert fótmál? Jú, mikið rétt. Líkið hans Gregor Clegane. Hvernig mun Sandor taka því að sjá lík bróður síns á sveimi? Jú, mikið rétt. Ekki vel. CLEGANEBOWL! JEI!---Er Tyrion ekki bara að vera fífl með að vilja gera frið við systur sína? Hún er klikkuð og stórhættuleg.---Daenerys spurði Jon út í hvað Davos átti við þegar hann sagði að Jon hefði verið „stunginn í hjartað“ fyrir fólk sitt. Hann reyndi að blaðra sig út úr því en hún spurði aftur. Áður en hann náði að svara kom Jorah og truflaði þau. Það vakti upp ákveðnar spurningar varðandi ástand Jon Snow. Var hann lífgaður við eða er hann ódauður? Er einhver líkamsstarfsemi í gangi? Eru sárin eftir að hann var myrtur horfin gróin? Beric Dondarrion hefur verið vakinn upp frá dauðum minnst sex sinnum. Sárin á honum virtust gróa þannig að líklegast er best að ætla að Jon hafi verið lífgaður við. Öfugt við fjallið til dæmis. Hann virðist vera ódauður og mögulega rotnandi.---Segjum sem svo að Jon og Daenerys enda einhvern veginn í Kings Landing sem konungur og drottning. Samwell gæti að þá mögulega stjórnað öllu Reach frá Horn Hill, sem eini núverandi karlkyns meðlmiur Tarlyættarinnar. Sömu sögu er að segja af Gendry. Þrátt fyrir að hann sé bastarður geta konungar og drottningar breytt því. Það er að segja af-bastarðað fólk, eins og Stannis bauðst einu sinni til að gera fyrir Jon. Af-bastarða hann og gefa honum Winterfell Gendry gæti þannig tekið við stjórn Stormlands. Þá gæti Sansa líkað stjórnað Norðrinu. Það verður gaman að sjá hvernig þetta endar, en það er ómögulegt að segja til um það.---Af hverju er enginn þeirra með húfu þegar þeir fara í gegnum vegginn? Þeir virðast ekki einu sinni vera með hettur. Stiklan fyrir næsta þátt, ef vilji er fyrir hendi. Hellingur af Íslandi.