Aqua-Lene leikur nýja eiginkonu Caspers í Klovn Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 14:35 Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári. Vísir/Anton Brink Lene Nystrøm, sem gerði garðinn frægan sem söngkona sveitarinnar Aqua, mun fara með hlutverk nýrrar eiginkonu Casper Christensen í næstu þáttaröð um vitleysingana í Klovn. Nystrøm segir í samtali við TV2 að hún muni þar leika ýkta útgáfu af sjálfri sér. Klovn fjallar um líf grínistanna Frank Hvam og Casper Christensen og raunir þeirra en þættirnir nutu mikilla vinsælda í Danmörku, Íslandi og víðar. Tökur standa nú yfir á sjöundu þáttaröðinni en auk fyrri þáttaraðanna sex hafa komið út tvær kvikmyndir um ævintýri þeirra Frank og Casper. Í fyrri þáttum og kvikmyndum hefur Iben Hjejle farið með hlutverk eiginkonu Casper. Þau Hjejle og Christensen voru einnig hjón í raunveruleikanum en skildu árið 2011. Í nýju þáttaröðinni verða Casper og Iben einnig búin að skilja og hann hefur þá tekið saman við og gifst Lene. Nystrøm hefur látið að sér kveða á sviði leiklistar á síðustu árum. Lene og félagar hennar í Aqua áttu hvern stórsmellinn á fætur öðrum á tíunda áratugnum, meðal annars Barbie Girl og Doctor Jones. Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári. Tengdar fréttir Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Lene Nystrøm, sem gerði garðinn frægan sem söngkona sveitarinnar Aqua, mun fara með hlutverk nýrrar eiginkonu Casper Christensen í næstu þáttaröð um vitleysingana í Klovn. Nystrøm segir í samtali við TV2 að hún muni þar leika ýkta útgáfu af sjálfri sér. Klovn fjallar um líf grínistanna Frank Hvam og Casper Christensen og raunir þeirra en þættirnir nutu mikilla vinsælda í Danmörku, Íslandi og víðar. Tökur standa nú yfir á sjöundu þáttaröðinni en auk fyrri þáttaraðanna sex hafa komið út tvær kvikmyndir um ævintýri þeirra Frank og Casper. Í fyrri þáttum og kvikmyndum hefur Iben Hjejle farið með hlutverk eiginkonu Casper. Þau Hjejle og Christensen voru einnig hjón í raunveruleikanum en skildu árið 2011. Í nýju þáttaröðinni verða Casper og Iben einnig búin að skilja og hann hefur þá tekið saman við og gifst Lene. Nystrøm hefur látið að sér kveða á sviði leiklistar á síðustu árum. Lene og félagar hennar í Aqua áttu hvern stórsmellinn á fætur öðrum á tíunda áratugnum, meðal annars Barbie Girl og Doctor Jones. Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári.
Tengdar fréttir Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein