Camilla Rut sýnir frá undirbúningnum: „Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja“ 16. ágúst 2017 09:00 Camilla Rut er á Snapchat undir nafninu camyklikk. Camilla Rut Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“