Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2017 10:00 Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýna að þrátt fyrir að seinni hluti laxveiðitímabilsins sé háflnaður en ennþá líf í kolunum. Ytri Rangá situr eins og síðustu vikur sem fastast í efsta sæti listans yfir aflahæstu árnar en vikuveiðin í henni var 865 laxar og er heildarveiðin komin í 3746 laxa og dettur yfir 4000 laxa rétt fyrir helgi haldi þessi veisla áfram. Aðrar ár sem ná vikuveiði yfir 100 laxa eru Eystri Rangá með 310 laxa veiði í vikunni en hún hefur sannarlega farið á flug núna í ágúst og góður kraftur virðist vera í laxagöngunum í hana. Miðfjarðará var með 213 laxa vikuveiði og er komin í 2386 laxa í heildana. Þverá og Kjarrá eru komnar í 1600 laxa en vikuveiðin þar var 134 laxar. Blanda var með 112 laxa veiði í vikunni. Síðan er vert að nefna Norðlingafljót en þar var veiðin 293 laxar en heildarveiðin fór í 548 laxa eftir þessa viku. Þetta verður líklega ,þegar lokatölur koma í hús í byrjun september úr þeim ám sem opnuðu fyrst, yfir meðalsumri í nokkrum ám en ljóst að veiðin fyrir norðan að Miðfjarðá undanskilinni er langt frá sínu besta og vel undir meðaltali. Heildarlistann má finna á www.angling.is Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði
Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýna að þrátt fyrir að seinni hluti laxveiðitímabilsins sé háflnaður en ennþá líf í kolunum. Ytri Rangá situr eins og síðustu vikur sem fastast í efsta sæti listans yfir aflahæstu árnar en vikuveiðin í henni var 865 laxar og er heildarveiðin komin í 3746 laxa og dettur yfir 4000 laxa rétt fyrir helgi haldi þessi veisla áfram. Aðrar ár sem ná vikuveiði yfir 100 laxa eru Eystri Rangá með 310 laxa veiði í vikunni en hún hefur sannarlega farið á flug núna í ágúst og góður kraftur virðist vera í laxagöngunum í hana. Miðfjarðará var með 213 laxa vikuveiði og er komin í 2386 laxa í heildana. Þverá og Kjarrá eru komnar í 1600 laxa en vikuveiðin þar var 134 laxar. Blanda var með 112 laxa veiði í vikunni. Síðan er vert að nefna Norðlingafljót en þar var veiðin 293 laxar en heildarveiðin fór í 548 laxa eftir þessa viku. Þetta verður líklega ,þegar lokatölur koma í hús í byrjun september úr þeim ám sem opnuðu fyrst, yfir meðalsumri í nokkrum ám en ljóst að veiðin fyrir norðan að Miðfjarðá undanskilinni er langt frá sínu besta og vel undir meðaltali. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði