Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 22:12 Friðrik Dór er afar vinsæll tónlistarmaður en svo virðist sem hljóðtæknin hafi komið í veg fyrir að hann næði að blómstra á sviði í sjónvarpinu. Vísir/ Óskar P. Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets Menningarnótt Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets
Menningarnótt Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira