85 sm urriði á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2017 09:00 85 sm urriðinn sem veiddist í gær í Ytri Rangá Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera afskaplega góð síðustu daga og það hafa verið að koma um 100 laxar á land á hverjum degi. En það veiðist fleira í Ytri Rangá en bara lax. Það er sterkur urriðastofn í ánni sem er bæði stór og kröftugur en fáir hafa þó komið á land síðustu ár sem jafnast á við urriðann sem veiddist í gær. Það var erlendur veiðimaður sem veiddi hann undir leiðsögn Bjarka Más Jóhannssonar og tók þessi flotti fiskur létta klædda Silver Sheep túpu. Í Ytri Rangá má finna bæði staðbundinn urriða og sjóbirting sem veiðist oft best síðsumars og þá helst á neðstu svæðunum í henni en hann er yfirleitt um 5-10 pund að stærð og er líkelga einn skemmtilegasti fiskurinn sem hægt er að fá á færi að margra mati en sjóbirtingurinn getur oft verið mjög tökuglaður. Staðbundni urriðinn er hins vegur mjög vandfýsinn á agn og erfitt að fá hann til að taka svo það er einstakt að jafn stórir fiskar eins og þessi sem sést á myndinni sjáist hvað þá veiðist. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði
Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera afskaplega góð síðustu daga og það hafa verið að koma um 100 laxar á land á hverjum degi. En það veiðist fleira í Ytri Rangá en bara lax. Það er sterkur urriðastofn í ánni sem er bæði stór og kröftugur en fáir hafa þó komið á land síðustu ár sem jafnast á við urriðann sem veiddist í gær. Það var erlendur veiðimaður sem veiddi hann undir leiðsögn Bjarka Más Jóhannssonar og tók þessi flotti fiskur létta klædda Silver Sheep túpu. Í Ytri Rangá má finna bæði staðbundinn urriða og sjóbirting sem veiðist oft best síðsumars og þá helst á neðstu svæðunum í henni en hann er yfirleitt um 5-10 pund að stærð og er líkelga einn skemmtilegasti fiskurinn sem hægt er að fá á færi að margra mati en sjóbirtingurinn getur oft verið mjög tökuglaður. Staðbundni urriðinn er hins vegur mjög vandfýsinn á agn og erfitt að fá hann til að taka svo það er einstakt að jafn stórir fiskar eins og þessi sem sést á myndinni sjáist hvað þá veiðist.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði