Draumkennd stemming á tónleikum í Fríkirkjunni Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:15 Ösp er flutt heim eftir fimm ára búsetu í London. Vísir/GVA Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira