Uniqlo selur föt úr sjálfsölum Ritstjórn skrifar 2. ágúst 2017 20:00 Glamour/skjáskot Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð? Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour
Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð?
Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour