Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2017 10:00 Það getur breytt öllu að hafa leiðsögumann þegar það á að ná þeim stóra. Mynd: Árni Baldursson Nú stendur laxveiðitímabilið sem hæst og mikill fjöldi innlendra og erlendra veiðimanna stendur við ár landsins til að freista þess að setja í þann stóra. Mikill fjöldi þeirra veiðimanna sem sækja í laxveiði, bæði innlendir og erlendir, vilja hafa leiðsögumann með sér í veiðinni enda munar það ansi miklu að hafa reyndann mann sér við hlið þegar haldið er til veiða og það getur munað öllu þegar takan verður erfið. Það sem er talið prýða góðann leiðsögumann í veiði er fyrst og fremst þjónustulund. Auðvitað skiptir veiðikunnátta og þekking á staðarháttum við árnar líka miklu máli, sem og að þekkja veiðistaðina í öllum skilyrðum, vera lipur í samskiptum, þolinmóður, kurteis og fús til að kenna þeim sem minna kunna í veiði. Það hefur verið skortur á leiðsögumönnum í nokkrum ám í sumar og í vinsælum ám eins og Norðurá hefur til að mynda verið auglýst á vefmiðlum eftir leiðsögumönnum en það er algjörlega nýtt að það þurfi að fara þá leið til að ná í góða menn við bakkann. Í kjölfarið fá oft óreyndir veiðimenn sem hafa mikinn áhuga á að komast inn í leiðsögn í bestu ánum og margir þeirra verða með tímanum afbragðs leiðsögumenn. Það er nokkuð misjafnt hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna og eins þá hvernig menn komast að en hjá mörgum leigutökum eru haldin námskeið fyrir þá sem ætla sér að leiðbeina við árnar og eru það frumskilyrði til að fá möguleika á að komast að. Þeir sem vilja ólmir komast í "gæderí" ættu að setja sig í samband við leigutakana í þeim ám þar sem mestur áhuginn liggur og komast að því hvað það er sem þeir þurfa að bera til að fá tækifæri til að spreyta sig. Það getur tekið tíma til að komast að og þeir sem eru þolinmóðir og grípa þá daga sem bjóðast í byrjun, standa sig vel og kveðja að lokum ánægða viðskiptavini eru þeir sem eiga framtíð í þessum skemmtilega bransa. Mest lesið Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Nú stendur laxveiðitímabilið sem hæst og mikill fjöldi innlendra og erlendra veiðimanna stendur við ár landsins til að freista þess að setja í þann stóra. Mikill fjöldi þeirra veiðimanna sem sækja í laxveiði, bæði innlendir og erlendir, vilja hafa leiðsögumann með sér í veiðinni enda munar það ansi miklu að hafa reyndann mann sér við hlið þegar haldið er til veiða og það getur munað öllu þegar takan verður erfið. Það sem er talið prýða góðann leiðsögumann í veiði er fyrst og fremst þjónustulund. Auðvitað skiptir veiðikunnátta og þekking á staðarháttum við árnar líka miklu máli, sem og að þekkja veiðistaðina í öllum skilyrðum, vera lipur í samskiptum, þolinmóður, kurteis og fús til að kenna þeim sem minna kunna í veiði. Það hefur verið skortur á leiðsögumönnum í nokkrum ám í sumar og í vinsælum ám eins og Norðurá hefur til að mynda verið auglýst á vefmiðlum eftir leiðsögumönnum en það er algjörlega nýtt að það þurfi að fara þá leið til að ná í góða menn við bakkann. Í kjölfarið fá oft óreyndir veiðimenn sem hafa mikinn áhuga á að komast inn í leiðsögn í bestu ánum og margir þeirra verða með tímanum afbragðs leiðsögumenn. Það er nokkuð misjafnt hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna og eins þá hvernig menn komast að en hjá mörgum leigutökum eru haldin námskeið fyrir þá sem ætla sér að leiðbeina við árnar og eru það frumskilyrði til að fá möguleika á að komast að. Þeir sem vilja ólmir komast í "gæderí" ættu að setja sig í samband við leigutakana í þeim ám þar sem mestur áhuginn liggur og komast að því hvað það er sem þeir þurfa að bera til að fá tækifæri til að spreyta sig. Það getur tekið tíma til að komast að og þeir sem eru þolinmóðir og grípa þá daga sem bjóðast í byrjun, standa sig vel og kveðja að lokum ánægða viðskiptavini eru þeir sem eiga framtíð í þessum skemmtilega bransa.
Mest lesið Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði