Lífið

Brekkusöngurinn í heild sinni: Ingó fór á kostum og Sverrir lokaði kvöldinu undir blysunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einn allra besti brekkusöngur sögunnar.
Einn allra besti brekkusöngur sögunnar.
Brekkusöngur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi og Stöð 2 auk þess að vera útvarpað á Bylgju allra landsmanna á sunnudagskvöldið.

Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, leiddi sönginn líkt og undanfarin ár og myndaðist gríðarleg stemning í Herjólfsdal á þessu lokakvöldi Þjóðhátíðar. Heimamenn segja að aldrei áður hafi fleiri verið viðstaddir Brekkusönginn.

Kveikt var á blysunum á miðnætti og tíu mínútum síðar stigu þeir Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Fjallabróðir á stokk og tóku meðal annars Þjóðhátíðarlagið fræga, Kveikjum eldana.

Hér að neðan má sjá Brekkusönginn 2017 í heild sinni.

Hér að neðan má síðan sjá stemninguna frá Vestmannaeyjum um helgina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.