Persónuupplýsingum um stjörnur Game of Thrones lekið á netið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Já halló, er þetta Tyrion? Vísir Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna. Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna.
Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35