Frakkar hafna opinberu embætti forsetafrúar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Brigitte Macron hefur verið mikið í sviðsljósinu frá því að Emmanuel Macron tók við embætti forseta. Á dögunum tók hún á móti söngkonunni Rihönnu og ræddu þær saman um stuðning Frakka við góðgerðarsamtök. vísir/epa Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mun ekki gegna opinberu hlutverki forsetafrúar Frakklands. Frá þessu greindi Telegraph í gær og vísaði í heimildarmenn innan frönsku ríkisstjórnarinnar sem og franska fjölmiðla. Tók forsetinn þessa ákvörðun í kjölfar þess að 280.000 Frakkar mótmæltu því að forsetafrúin fengi slíkt hlutverk. Áður hafði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Christophe Castaner, tíst því að Brigitte Macron myndi ekki gegna neinu slíku hlutverki. Tíst Castaner dugði hins vegar ekki til að kveða niður orðróm þess efnis. Ekki er gert ráð fyrir opinberu hlutverki forsetafrúar í frönsku stjórnarskránni og þá er ekki hefð fyrir slíku í frönskum stjórnmálum, þótt forsetafrúin fái venjulega skrifstofu í Elysées-höll og ráði aðstoðarmenn. Forsetinn lofaði því hins vegar fyrir forsetakosningarnar fyrr á árinu að Brigitte Macron fengi opinbert hlutverk og vakti það loforð jafnt neikvæða sem jákvæða athygli. Ríkisstjórn Frakklands áformar á næstunni að setja lög sem meina þingmönnum að ráða sér aðstoðarmenn úr skylduliði sínu og er það liður í átaki forsetans gegn spillingu. Skemmst er að minnast þess er Francois Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana, missti stóran hluta fylgis síns vegna gruns um að hann hefði borgað vandamönnum sínum laun fyrir óunnin störf. Var Macron því sakaður um hræsni þegar til stóð að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Ljóst er að franska þjóðin er ekki hrifin af því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt og opinbert, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Um 280.000 undirskriftir söfnuðust gegn áformunum og þá sýnir könnun YouGov að 68 prósent Frakka eru andvíg því að maki forseta fái opinbert hlutverk. Á næstu dögum stendur þó til að birta skýrslu um hlutverk Brigitte Macron. Segja talsmenn ríkisstjórnarinnar það gert í nafni gegnsæis. Mun skjalið skýra hlutverk forsetafrúarinnar, án þess þó að stofnað sé sérstakt embætti í kringum hana. Þá verða upplýsingar gerða opinberar um hvað forsetafrúin kostar skattgreiðendur. Deilan um hlutverk Brigitte Macron er til marks um þau vandræði sem eiginmaður hennar hefur lent í undanfarna daga. Nú, þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn, eru vinsældir hans að dvína hratt. Nýlegar kannanir sýna í fyrsta sinn að fleiri eru andvígir forsetanum en hlynntir honum. Samkvæmt nýrri könnun YouGov og Huffington Post nýtur forsetinn stuðnings 36 prósenta Frakka. Ef marka má þá könnun er Macron óvinsælli en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Sá nýtur stuðnings 38 prósenta þjóðar sinnar ef marka má kannanir Gallup og CNN sem báðar birtust á sunnudag. Enginn Bandaríkjaforseti hefur notið jafn lítils stuðnings eftir jafn stuttan tíma í embætti frá því sambærilegar mælingar hófust. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira
Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mun ekki gegna opinberu hlutverki forsetafrúar Frakklands. Frá þessu greindi Telegraph í gær og vísaði í heimildarmenn innan frönsku ríkisstjórnarinnar sem og franska fjölmiðla. Tók forsetinn þessa ákvörðun í kjölfar þess að 280.000 Frakkar mótmæltu því að forsetafrúin fengi slíkt hlutverk. Áður hafði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Christophe Castaner, tíst því að Brigitte Macron myndi ekki gegna neinu slíku hlutverki. Tíst Castaner dugði hins vegar ekki til að kveða niður orðróm þess efnis. Ekki er gert ráð fyrir opinberu hlutverki forsetafrúar í frönsku stjórnarskránni og þá er ekki hefð fyrir slíku í frönskum stjórnmálum, þótt forsetafrúin fái venjulega skrifstofu í Elysées-höll og ráði aðstoðarmenn. Forsetinn lofaði því hins vegar fyrir forsetakosningarnar fyrr á árinu að Brigitte Macron fengi opinbert hlutverk og vakti það loforð jafnt neikvæða sem jákvæða athygli. Ríkisstjórn Frakklands áformar á næstunni að setja lög sem meina þingmönnum að ráða sér aðstoðarmenn úr skylduliði sínu og er það liður í átaki forsetans gegn spillingu. Skemmst er að minnast þess er Francois Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana, missti stóran hluta fylgis síns vegna gruns um að hann hefði borgað vandamönnum sínum laun fyrir óunnin störf. Var Macron því sakaður um hræsni þegar til stóð að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Ljóst er að franska þjóðin er ekki hrifin af því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt og opinbert, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Um 280.000 undirskriftir söfnuðust gegn áformunum og þá sýnir könnun YouGov að 68 prósent Frakka eru andvíg því að maki forseta fái opinbert hlutverk. Á næstu dögum stendur þó til að birta skýrslu um hlutverk Brigitte Macron. Segja talsmenn ríkisstjórnarinnar það gert í nafni gegnsæis. Mun skjalið skýra hlutverk forsetafrúarinnar, án þess þó að stofnað sé sérstakt embætti í kringum hana. Þá verða upplýsingar gerða opinberar um hvað forsetafrúin kostar skattgreiðendur. Deilan um hlutverk Brigitte Macron er til marks um þau vandræði sem eiginmaður hennar hefur lent í undanfarna daga. Nú, þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn, eru vinsældir hans að dvína hratt. Nýlegar kannanir sýna í fyrsta sinn að fleiri eru andvígir forsetanum en hlynntir honum. Samkvæmt nýrri könnun YouGov og Huffington Post nýtur forsetinn stuðnings 36 prósenta Frakka. Ef marka má þá könnun er Macron óvinsælli en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Sá nýtur stuðnings 38 prósenta þjóðar sinnar ef marka má kannanir Gallup og CNN sem báðar birtust á sunnudag. Enginn Bandaríkjaforseti hefur notið jafn lítils stuðnings eftir jafn stuttan tíma í embætti frá því sambærilegar mælingar hófust.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira